is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18136

Titill: 
  • Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð eru leikverkin „Gott kvöld“ og „Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu“ tekin til ítarlegrar greiningar. Kenningunni um hinar sjö sögur, sem rithöfundurinn Christopher Booker setti fram, er beitt við greiningu verkanna. Í kjölfarið eru þessi verk Áslaugar greind ítarlega, samhliða því sem rýnt er í það hvernig tekst að miðla efni bókanna til leikhúsáhorfenda. Í þriðja lagi er listræn framsetning leikhússins á ótta og hugrekki í verkunum skoðuð og í þeirri vinnu er meðal annars stuðst við hugmyndir rithöfundarins og sagnfræðingsins Marinu Warner sem velti fyrir sér hvernig við notum kímni sem varnartæki gegn skrímslum eða „vondum köllum“.
    Áslaug Jónsdóttir nær með leikverkum sínum að tvinna saman einstaka persónusköpun, fallegan texta og mikilvægan boðskap sem á erindi til allra barna. Val hennar á viðfangsefnum er metnaðarfullt og sýnir þá trú og þá virðingu sem hún ber fyrir ungum leikhúsáhorfendum. Samvinna hennar og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tók þessi stef og glæddi þau lífi með allri umgjörð sýninganna. Listræn framsetning þeirra á ótta, hugrekki og þeim skilaboðum að maður standi ekki einn í lífinu með vin sér við hlið tókst vel. Áslaug hefur næmt auga fyrir því hvernig best má ná til barna og nýtir sér einfalda söguframvindu, kímni og orðaleiki í listsköpun sinni. Leikrit hennar eru mikilvægt innlegg í barnaleikhúsmenningu á Íslandi og gefa tóninn fyrir metnaðarfulla listsköpun með boðskap fyrir börn í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur_PDF.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna