is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18143

Titill: 
  • Hugtakið nauðgun samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 : þróun refsinga í dómum Hæstaréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almenn hegningarlög nr. 19/1940 tóku gildi 12. febrúar 1940. Um er að ræða einn lagabálk sem nær yfir öll alvarlegustu afbrot í íslensku samfélagi. Kynferðisbrotaákvæði er að finna í XXII. kafla laganna en þau ákvæði stóðu óbreytt fram til ársins 1992. Þá var kaflanum breytt með lögum nr. 40/1992. Ástæðan fyrir breytingunum var mikil gagnrýni á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu. Skipuð var nefnd sem falið var að kanna hvernig rannsókn og meðferð nauðgunarmála væri háttað, sem og að skoða löggjöf og lagaframkvæmd á þessu sviði. Kynferðisbrotakaflinn stóð óbreyttur frá 1992 þangað til aftur voru gerðar breytingar með lögum nr. 61/2007. Þá voru lögfest ýmis nýmæli og skilgreiningum brotategunda var breytt. Refsimörk voru hækkuð og lögfest voru ákvæði um refsihækkun og þyngingu refsinga. Meginmarkmiðið með þeirri löggjöf var að gera reglurnar einfaldari og nútímalegri, og auka átti vernd kvenna og barna gegn kynferðisbrotum. Litið var til norrænnar þróunar á þessu sviði til leiðsagnar.
    Í 194. gr. hgl. er að finna hugtakið önnur kynferðismök en ekki hefur alltaf legið fyrir hvað í því felst. Fram að breytingum á löggjöfinni árið 2007 mátti draga þá ályktun af dómaframkvæmd Hæstaréttar að undir þetta hugtak félli sú háttsemi að setja hluti eða fingur í leggöng eða endaþarm, sleikja eða sjúga kynfæri. Það breyttist með dómi Hæstaréttar nr. 521/2012 þar sem Hæstiréttur ákvað að sakfella fyrir líkamsárás undir 2. mgr. 218. gr. hgl. frekar en kynferðisbrot undir 1. mgr. 194. gr. hgl. en um var að ræða þá háttsemi að setja fingur í leggöng þolanda og endaþarm og klípa þar á milli.
    Í þessari ritgerð er fjallað um kynferðisbrot undir 1. mgr. 194. gr. hgl. og dómaframkvæmd Hæstaréttar um brot á þessu ákvæði með sérstöku tilliti til dóms Hæstaréttar frá 31. janúar 2012 í máli nr. 521/2012. Mikilvægt er að rýna í forsögu ákvæðisins, breytingar sem gerðar hafa verið á því og markmið laganna til að skoða og reyna að skilja niðurstöðu Hæstaréttar og fá úr því skorið hvort um sé að ræða fordæmisgildandi dóm eða ekki.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAvinnuskjal-Hafrún PDF.pdf479.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna