is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18144

Titill: 
 • Gildi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu fyrir upplifun og líðan kvenna í fæðingu. Lýsandi ferilrannsókn
 • Titill er á ensku The effectiveness of structured antenatal education regarding experiences of comfort during childbirth and the childbirth experience. Descriptive cohort study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á meðal barnshafandi kvenna er áhugi fyrir skipulögðum foreldrafræðslunámskeiðum á meðgöngu til undirbúnings fyrir komandi fæðingu. Mikilvægt er að kanna áhrif og árangur þessara námskeiða til að mæta margvíslegum þörfum barnshafandi kvenna og fjölskyldna þeirra.
  Tilgangur meistaraverkefnisins var að meta gagnsemi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu með tilliti til líðan kvenna í fæðingu og upplifun þeirra af fæðingunni. Efasemdir hafa komið upp um gildi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu. Rannsóknir hafa gefið til kynna að undirbúningur kvenna fyrir fæðingu með þátttöku í sambærilegum námskeiðum, hafi ekki áhrif á klíníska útkomuþætti fæðingar.
  Samkvæmt hugmyndafræði ljósmæðra sem liggur rannsókninni til grundvallar er barneignarferlið ekki einungis líkamlegt, heldur er það félagslegt og tilfinningalegt ferli sem breytir lífi móður, föður og fjölskyldunnar í heild. Ennfremur er gengið út frá þeirri hugmyndafræði að ljósmæður sýni í starfi sínu virðingu fyrir einstaklingnum, frelsi hans, sjálfræði og dómgreind svo og umhyggju fyrir velferð hans.
  Unnið var með gagnasafn úr fyrstu tveimur hlutum af þremur úr rannsókninni „Barneign og heilsa“. Rannsóknin var megindleg ferilrannsókn með lýsandi sniði. Í ferilhópnum var hentugleikaúrtak 1765 barnshafandi kvenna úr þýði allra kvenna á Íslandi sem fæddu barn sitt á tímabilinu ágúst 2009 til nóvember 2010. Spurningalistar voru sendir fljótlega eftir fyrstu skoðun í meðgönguvernd og 5 til 6 mánuðum eftir fæðingu. Alls svöruðu 1111/1765 fyrsta spurningalista og 765/1111 öðrum spurningalista. Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði voru notuð við úrvinnslu.
  Alls sóttu 268 konur (35%) námskeið á meðgöngu. Frumbyrjur voru 85% þátttakenda. Almennt fannst frumbyrjum gagn vera af þátttöku sinni í skipulögðum foreldrafræðslunámskeiðum á meðgöngu. Enginn munur var á líðan frumbyrja og upplifun þeirra af fæðingu eftir því hvort þær sóttu skipulagt foreldrafræðslunámskeið á meðgöngu eða ekki. Munur kom fram á þátttöku frumbyrja eftir búsetu þar sem konur búsettar á höfuðborgarsvæðinu sóttu námskeið í auknum mæli miðað við konur á landsbyggðinni. Algengasta ástæðan sem frumbyrjur gáfu upp fyrir að sækja ekki foreldrafræðslunámskeið var skortur á áhuga.
  Barnsfæðing er mikilvægur viðburður í lífi fjölskyldna og reynsla sem getur haft áhrif á geðræna og félagslega heilsu kvenna og fjölskyldumeðlima hennar ásamt því að hafa áhrif á tengslamyndun móður og barns og frekari barneignir auk tíðni keisarafæðinga.
  Lykilorð: Undirbúningur, konur, skipulögð foreldrafræðslunámskeið á meðgöngu, líðan í fæðingu, fæðingarupplifun.

 • Útdráttur er á ensku

  Structured antenatal classes that focus on preparation for childbirth are of interest among pregnant women. It is of importance to examine the effect and result of such classes to be able to meet the diverse needs of childbearing women and their families.
  The objective of this dissertation is to evaluate the effectiveness of structured antenatal classes in relation to well-being of women during childbirth and their experience of the childbirth process. Some doubts have been raised regarding the value of such programs for childbirth during pregnancy. Studies indicate that preparation for childbirth in such programs is limited or remain unknown, regarding clinical outcome.
  According to the philosophy of midwifery, that form the basis of this study, childbirth is not merely a physical process but also a social and emotional that changes the life of the mother, father and the family as a whole. According to this philosophy, midwives by default express in their work respect for individuals – their freedom, autonomy and judgement – as well as concern for their well-being.
  This study reported is part of a larger study as questions from two out of three questionnaires from the study “Barneign og heilsa” (Childbirth and Health) are used. The study was a cohort study with a convenience sample of 1765 pregnant women from the population of all women in Iceland who gave birth in the period from August 2009 to November 2010. Questionnaires were sent shortly after the first antenatal visit and 5 to 6 months after birth. Reponse rate was 1111/1765 for the first questionnaire and 765/1111 for the second questionnaire. Descriptive and deductive statistics were used for analysis.
  In all, 268 women (35%) participated in antenatal classes. Primigravidae made up for 85% of the participants. In general, primigravidae considered their participation in structured antenatal classes useful. No difference in well-being and childbirth experience was found among those primigravidae who attended the classes and those who did not. Higher number of primiparous women living in the capital area participated in the antenatal classes than those living in urban areas. The most common reason primigravidae gave for not participating was lack of interest.
  Childbirth is an important event in the lives of families and an experience that can affect the psychologial and social health of women and their families as well as the attachment development between mother and infant, further childbirth and the rate of cesarean sections.
  Keywords: Preparation, women, antenatal education, well-being during childbirth, childbirth experience.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerðíprent.pdf2.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna