is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18150

Titill: 
 • „Ég fórnaði bara öllu.“ Starfsaldur, álag og kynjamismunun hjá íslenskum blaðamönnum.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það er eitthvað heillandi við blaðamennskuna og hún hefur löngum þótt vera áhugavert starf. Þrátt fyrir að blaðamenn séu almennt ánægðir í starfi eru hins vegar margir þeirra sem kjósa að hætta störfum og sérstaklega virðist það eiga við um konur, þrátt fyrir að meiri líkur séu á að þær hafi menntað sig í faginu.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða aðstöðu blaðamanna á Íslandi, álag í starfi, starfsaldur, vinnustaðamenningu og kynjamismunun og þá með sérstakri áherslu á konur og af hverju þær virðast eiga styttri starfsaldur á fjölmiðlum en karlar. Til að skoða þetta voru settar fram þrjár rannsóknarspurningar:
  1. Hvaða starfstengdu þættir móta helst að blaðamenn séu ánægðir í starfi?
  2. Hvers vegna eiga konur styttri starfsaldur á fjölmiðlum en karlar?
  3. Hvaða áhrif hefur starf blaðamannsins á samræmingu vinnu og einkalífs?
  Til að fá svör við þessum spurningum og fleirum var notuð eigindleg aðferðafræði. Tekin voru hálfopin viðtöl við tólf einstaklinga, karla og konur, sem starfa sem blaðamenn eða höfðu áður starfað sem blaðamenn. Notast var við snjóboltaúrtak við framkvæmd rannsóknarinnar. Auk þess var safnað saman upplýsingum um fjölda og kynjahlutfall útskrifaðra nema úr fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar sem og upplýsingum um fjölda blaðamanna og kynjahlutfall í Blaðamannafélagi Íslands. Að endingu fékkst tölfræði um fjölda blaðamanna, kynjahlutfall, aldur og starfsaldur frá fjórum íslenskum prent- og vefmiðlum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir blaðamenn sem rætt var við voru almennt mjög sáttir í störfum sínum. Þeim fannst starfið skemmtilegt, spennandi og fjölbreytt ásamt því að vera samfélagslega mikilvægt. Gallar starfsins voru hins vegar þeir að álagið var gríðarlega mikið, á köflum svo mikið að það ógnar heilsu einstaklinganna, og launin voru of lág. Þrátt fyrir gallana upplifðu blaðamenn starf sitt sem nokkurs konar lífsstíl sem fylgir þeim alltaf enda eru þeir alltaf vakandi fyrir fréttum. Að hluta til vegna þess að blaðamennskan verður nokkurs konar lífstíll viðurkenndu flestir viðmælendurnir að þeir ættu erfitt með að samræma vinnu og einkalíf og að þeir misstu reglulega af gæðastundum með vinum og fjölskyldu. Það virðist vera fórnarkostnaður sem margir eru tilbúnir að sætta sig við enda upplifðu viðmælendurnir sem það væri í raun bara hluti af starfinu.
  Eins gefa niðurstöður rannsóknarinnar það til kynna að umhverfi fjölmiðlanna sé almennt erfitt og krefjandi, fyrir bæði konur og karla. Hins vegar er það enn erfiðara fyrir konur því ofan á þessa galla blaðamennskunnar þurfa konur frekar að berjast fyrir sinni stöðu á fjölmiðlum. Þær fá frekar mál sem njóta ekki virðingar og það þarf mikla baráttu til að þær fái „stóru málin“. Eins gátu margar konurnar nefnt eitt eða jafnvel tvö dæmi um kynjamismunun og í sumum tilvikum hafði það greinilega haft mikil áhrif á þær. Rannsóknir sýna að konur sjá ennþá um meirihluta barnauppeldis og heimilisstarfa og þegar því er bætt við baráttuna sem þær þurfa að heyja til að fá sanngjörn tækifæri í vinnunni skýrir það líklega hvers vegna margar þeirra velja að hætta í blaðamennsku.

 • Útdráttur er á ensku

  There is something interesting about journalism and for a long time it has been considered an exciting job. Despite the fact that journalists in general are satisfied in their jobs a lot of them choose to quit, especially women even though more of them have an education in journalism.
  The goal of this research is to look at journalists in Iceland, job stress, corporate culture and sex discrimination, especially in regards to women journalists and why they seem to quit sooner then men. To dive deeper into these facts three questions were put forward:
  1. What job related aspects attribute to job satisfaction in journalism?
  2. Why do women quit journalism sooner then men?
  3. How does the job influence work-life balance?
  To answer these questions and more qualitative research was used. Twelve people
  were interviewed using open interviews and all the people, men and women, were working as journalists or had at one point worked as journalists. A snowball sample was used. The University of Iceland and University of Akureyri were also contacted to get the statistics and gender of students who had graduated with a journalist degree. The researcher also collected statistics about the members and gender of The Journalist Union of Iceland and statistics, gender, age and years on the job from journalists at four papers and news websites were collected.
  The conclusions show that the journalists in this research had high level of job satisfaction. They enjoyed their job, it was exciting, diverse and important to the community. But the job stress was also incredibly high, so high that at times it threatened the journalists health and the salary was too low. Despite those faults these journalists considered their jobs as a way of life and they were always, at work and in their leisure time, on the lookout for the next story. Because journalism becomes a way of life most of the journalists in this research admitted that they had difficulty reaching work-life balance and most of them had sacrificed quality time with friends and family because of their jobs. However that seemed to be a sacrifice they were willing to accept because it is all a part of the job they love.
  It was also evident from the journalists stories that the corporate culture was harsh and a difficult environment, for both men and women. But it is even harder for women because on top of those faults mentioned above women really have to fight for their position in the newsroom. They get assigned news stories that less respect is attached to and have to fight for the „big stories“. All of the women had experienced sex discrimination at least once or twice and in some cases it had a lot of effect on them. Research show that women in general still spend more hours doing domestic housework and raising children then men do and to top having to fight for an equal chance at work maybe that explains why so many of them choose to quit journalism.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.pdf920.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna