is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18156

Titill: 
 • Alþjóðleg ættleiðing. Börn með skilgreindar sérþarfir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um fyrirliggjandi fræðilega þekkingu á ættleiðingum á börnum með skilgreindar sérþarfir. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða ástæður liggja að baki ættleiðinga á börnum með skilgreindar sérþarfir og hvaða undirbúningur er mikilvægur?
  Gerð er grein fyrir því hvaða börn flokkast undir það að vera með sérþarfir í ættleiðingum og hvers vegna þau eru talin vera með sérþarfir. Einnig verður fjallað um hvaða áhrif ættleiðingar á börnum með skilgreindar sérþarfir hafa á fjölskylduna og hvaða undirbúningur er í boði fyrir hana. Að lokum er rætt um ættleiðingar á börnum með skilgreindar sérþarfir hér á landi.
  Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að börn sem eru skilgreind með sérþarfir í ættleiðingum geta átt við andleg, líkamleg og/eða tilfinningaleg vandamál að stríða. Ástæðan fyrir því að börn falla undir það að vera með sérþarfir í ættleiðingum er sú að þau kljást við einhvers konar hindranir. Dæmi um hindranir eru börn sem eru eldri, börn sem eru með skarð í vör og börn sem eru með hjartagalla. Þetta getur valdið því að erfiðara er að finna kjörfjölskyldu fyrir barn með skilgreindar sérþarfir en fyrir barn sem talið er vera heilbrigt. Erfiðara getur reynst að aðlaga barn með skilgreindar sérþarfir að kjörfjölskyldunni og kjörfjölskylduna að barninu. Þetta fer þó það að miklu leyti eftir því hverjar sérþarfir barnsins eru. Það getur því verið gott fyrir kjörfjölskyldu að fá utanaðkomandi aðstoð fyrir, á meðan og eftir að ættleiðing hefur átt sér stað.
  Efnisorð: Ættleiðing, ættleiðing á börnum með skilgreindar sérþarfir, utanaðkomandi aðstoð, kjörforeldrar, systkini.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentun 2 loka.pdf401.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna