is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18162

Titill: 
  • „Ævispor.“ Sagan af baráttumanninum Jóni H. Árnasyni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á persónulegum heimildum sem Jón H. Árnason skildi eftir sig. Æviferill Jóns, eins og hann birtist okkur í þessum heimildum er rakinn frá barnæsku til efri ára. Jón H. Árnason var fæddur árið 1878. Bernskuárum sínum, fram að sex ára aldri, eyddi hann með fjölskyldu sinni. En þá lést faðir hans og hann og systkini hans urðu ómagar og voru send á hreppinn. Jón var sendur út um alla sveit til þeirra sem gátu tekið hann og var hann oft uppnefndur sveitaómagi eða hreppslimur sem honum líkaði ekki við. Það var farið illa með Jón á að minnsta kosti tveimur stöðum þar sem hann var settur niður. Jón fékk litla sem enga menntun enda hafði alþýða fólks á Íslandi ekki mikla möguleika til menntunar á þessum árum. Menntun Íslendinga miðaðist við að þeir gætu lesið og skrifað. Þrátt fyrir laka félagslega stöðu var Jóni í mun að afla sér menntunar. Hann hélt til Ísafjarðar til þess að læra iðn. Þar kynntist hann fyrri konu sinni og átti með henni tvö börn sem dóu ung. Á Ísafirði gekk hann í trúarsöfnuðinn Kristnir Bræður, og ákvað í kjölfarið að fara að predika í Ameríku. Hann hélt utan árið 1914 og var í Kanada í tvö og hálft ár. Þegar hann kom aftur til Íslands þá skildi hann við konu sína, enda var hann búin að eignast barn með annari konu í Kanada. Hann hélt norður í land þar sem hann reyndi að koma á stofnun fyrir munaðarlaus börn. Einnig vann hann við smíðar og kynntist síðari konu sinni og eignaðist með henni nokkur börn, og svo eitt barn utan þess sambands en lífið var erfitt á köflum þrátt fyrir að Jón hafi unnið sig uppúr þeirri stöðu sem hann var í sem barn.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
62740_AstaHuld_inn4.pdf4.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna