Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18164
Viðfangsefni ritgerðarinnar er afbrotamenn á aldrinum 18-21 árs. Margar ástæður geta legið að baki þess að einstaklingur brjóti af sér og hafa kenningar og rannsóknir á því sviði reynt að útskýra áhrif þessara þátta. Áhættuþættir sem geta stuðlað að afbrotum ungmenna eru meðal annars jafnaldrar, fjölskylduhættir, námsörðugleikar og fíkniefnaneysla. Hér verður fjallað um þessa áhættuþætti, umfang afbrota, úrræði sem að standa til boða og ítrekunartíðni. Til samanburðar verður fjallað um nágrannalöndin Danmörku og Noreg. Hér á landi eru lög um ákærufrestun sérstaklega ætluð brotamönnum á aldrinum 15-21 árs ásamt öðrum ákvæðum sem taka tillit til aldurs dómþola. Í dönskum og norskum hegningarlögum gildir ekki sérstakt ákvæði um einstaklinga á aldrinum 18-21, en eins og í þeim íslensku er tekið tillit til aldurs viðkomandi þegar ákvörðun refsingar er tekin. Afbrotum ungmenna fer fækkandi á Íslandi og Noregi en fjölgandi í Danmörku. Aftur á móti er ítrekunartíðni hæst meðal þessa aldurshóps samkvæmt rannsókn sem fangelsismálastofnanir Norðurlandanna stóðu fyrir. Ástæða ítrekunar getur verið stimplun, samkvæmt afbrotafræðikenningum á því sviði og því verður að taka það til athugunar þegar ákvörðuð er staðsetning og skipun afplánunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elínborg Hulda Gunnarsdóttir.pdf | 681,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |