is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18167

Titill: 
 • Félagslegir áhrifaþættir fæðinga fyrir og eftir efnahagshrun
 • Titill er á ensku Social and economic determinants of birth before and after the economic crisis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrri rannsóknir sýna að fæðingaraldur kvenna hefur hækkað á undanförnum áratugum á sama tíma og fæðingartíðni hefur lækkað í mörgum löndum. Þróunin er misjöfn eftir
  því hvort ríki hafi nú þegar gengið í gegnum lýðfræðilega umbreytingu. Þessi umbreyting hefur áhrif á þróun lífsstefnu einstaklinga sem aftur hefur áhrif á mögulegt
  svigrúm þeirra til að takast á við ófyrirséða atburði, líkt og efnahagshrun. Annað sem mótar lífsstefnu er flókið ferli fjölþættrar ákvarðanatöku sem á sér stað áður en að
  barneignum kemur. Fyrri rannsóknir stuðla að seinkun barnseigna, t.d. aldur, menntun og fjárhagslegt öryggi. Notast var við gögn rannsóknanna Heilsa og líðan Íslendinga,
  sem framkvæmdar voru 2007, 2009 af Lýðheilsustöð og 2012 af Embætti landlæknis. Helstu niðurstöður eru þær að konur eru líklegri til að hafa eignast barn séu þær með
  háskólamenntun. Fyrir hrun voru konur á höfuðborgarsvæðinu ólíklegri til að hafa eignast barn en konur á landsbyggðinni. Það hvort konur nái endum saman er ekki tölfræðilega marktækt tengt ákvörðun kvenna að eignast barn, hvorki fyrir né eftir hrun.
  Karlar sem eru með háskólamenntun, hvort þeir nái endum saman og búseta á höfuðborgarsvæðinu hafa marktæk tengsl við barneignir hjá körlum fyrir hrun. Eftir hrun hafa þessir þættir ekki áhrif.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.ritgerd.Johanna.Frimannsdottir.280682.2929 (4).pdf598.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna