Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18169
Í þessari ritgerð er fjallað um uppgröft sem fram fór á túni fyrir neðan miðaldabiskupssetrið að Görðum í Grænlandi árin 2012 og 2013. Markmiðið er að greina þá fundi og mannvistarlög sem grafin voru upp til að spá um hvar fleiri mannvistarleifar er að finna. Fundum er skipt í sex flokka og mannvistarlögum í tvo flokka. Með hjálp landupplýsingakerfis er sett fram tilgáta um hvernig þessir fundaflokkar og mannvistarlög dreifast yfir óuppgrafna svæðið. Á grundvelli þessarar greiningar er sett fram rökstudd tillaga um hvar best er að grafa næst ef fara á út í frekari rannsóknir og áætlað hversu mikið af gripum og öðrum fundum má búast við að finna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Hermann Jakob Hjartarson.pdf | 4.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |