en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18175

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif kínverskrar menningar á auglýsingar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Til þess að fyrirtæki komist af í hinum stóra heimi þurfa þau að koma sér á framfæri. Flest fyrirtæki notast við auglýsingar. Auglýsingar geta verið stórar og smáar, geta birst í blöðum og tímaritum, sjónvarpi og á netinu svo eitthvað sé nefnt. Ekki er sjálfgefið að auglýsingar séu alls staðar eins, þó verið sé að auglýsa sama hlutinn. Þó svo að fyrirtæki sé með frábæra markaðshlutdeild í einu landi og með auglýsingar sem hrífa alla með sér á það ekki endilega við næsta land við hliðina. Forvitnilegt er að vita hver munurinn er á auglýsingum milli ólíkra landa.
    Ákveðið var að skoða menningu og hvort hún hefði áhrif á auglýsingar. Menning Íslands var borin saman við menningu í Kína vegna þess hversu ólík þessi lönd eru. Einnig er Kína einn af stærstu mörkuðum heims og mörg fyrirtæki dreymir um að komast inn á þann markað.
    Fyrst var menning tekin til skoðunar til þess að sjá hvort mikill menningarmunur væri milli landanna. Menningin var skoðuð með tilliti til vídda Hofstedes og þess hvort þau eru samhengisháð eða samhengisóháð samfélög.
    Auglýsingar voru skoðaðar, hvaða lög og reglur gilda í hvoru landi fyrir sig og hvaða munur er þar á milli. Einnig var litið til nokkurra rannsókna, sem gerðar hafa verið á auglýsingum í Kína, og skoðað hvernig auglýsingar það eru sem ná árangri í Kína.
    Rannsókn þessi er byggð á niðurstöðum rannsóknar An Dacchun frá árinu 2007. Sú rannsókn var víðtæk og yfirgripsmikil svo vert var að skoða hvort niðurstöðurnar gilda einnig ef um lítið úrtak er að ræða. Fimm heimsþekkt fyrirtæki, sem voru bæði með heimasíðu á Íslandi og í Kína, voru skoðuð og síðurnar bornar saman með tilliti til niðurstaðna í rannsókn An Dacchun. Þrjár tilgátur af fjórum stóðust og má því með sanni segja að rannsókn An Dacchun eigi ennþá við.

Accepted: 
  • May 12, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18175


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fanndís-ritgerð_140511.pdf1.85 MBOpenHeildartextiPDFView/Open