en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18178

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttindi móður
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Réttindi móður birtast í kynjahlutverkum, menningu og lögum og eru þau breytileg eftir tíðaranda. Lengst af hefur feðraveldi ríkt þar sem karlmenn höfðu nánast öll völd á sinni hendi. Börn voru álitin eign feðra og við skilnað, þó fátíðir væru, fylgdu börnin þeim. Staða mæðra var sterk í upphafi landnáms en með siðaskiptunum versnaði staða þeirra og sér í lagi ógiftra mæðra sem urðu fyrir hálfgerðum ofsóknum. Mæður höfðu ekkert tilkall til barna sinna fyrr en í byrjun 20. aldar með tilkomu tengslamyndunarkenninga og eðlishyggju. Konur voru nú taldar frumuppalendur barna og móðurhlutverkið varð hluti af sjálfsmynd þeirra. Þær voru bundnar við heimili og umönnun barna og við skilnað foreldra fara börn að fylgja mæðrum sínum.
    Með kvenréttindabaráttunni á 20. öld sækjast konur eftir jafnrétti kynjanna. Þær vildu komast út af heimilinu og njóta sömu réttinda og tækifæra og karlar. Lagaleg þróun hvað réttindi kvenna varðar hefur verið frá feðraveldi á átt að jafnrétti. Réttindi barna, sem einnig voru viðurkennd á 20. öld, hafa áhrif á hlutverk foreldra. Í dag eiga börn rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja, og foreldrar bera skyldur við barnið. Í lögum ríkja jafnréttisáherslur og er meginreglan sú að foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns sem helst þó til skilnaðar komi. Barn getur þó aðeins átt lögheimili á einum stað og er það yfirleitt hjá móður. Allur stuðningur ríkisins hvað börn varðar beinist að lögheimilisforeldrinu og eru mæður þar með í sterkari stöðu en feður. Óskoraður réttur móður kemur fram í 29. grein Barnalaga sem segir að sé móðir hvorki í hjúskap né skráðri sambúð við fæðingu barns fer hún ein með forsjá þess.

Accepted: 
  • May 12, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18178


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
FRG261_BA_ Edda_Jóhannsdóttir.pdf519.11 kBOpenHeildartextiPDFView/Open