en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1817

Title: 
 • Title is in Icelandic Bækur og frásagnir í leikskóla
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Menning okkar hefur um aldir einkennst af bókaáhuga. Á 20. öld varð sannkallað bókaflóð í íslensku samfélagi og bækur urðu aðgengilegri heimilum en áður var hlustað meira á sögur mæltar af munni fram. Þá voru það sögumennirnir sem héldu uppi kvöldvökum heimilisfólksins og sögðu sögur til dægrastyttingar.
  Segja má að sögugerð sé enn í fullu gildi og ásamt lestri bóka séu þessir tveir þættir mikilvægur hluti af uppeldi barna. Misjafnt er hvernig þetta viðhorf speglast í stefnu og starfi leikskóla. Sumstaðar er farin sú leið að vinna markvisst með báða þætti en á öðrum stöðum er lagt meira upp úr frjálsri sögugerð heldur en lestri bóka. Áherslur á efnistök eru ólíkar, sumir vilja halda í ákveðinn menningararf í sögum og ævintýrum meðan aðrir fara þá leið að ritskoða efnið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir miðlun staðlaðra ímynda.
  Rannsóknir á bóklestri og frásögnum benda til þess að sterkt samband sé á milli þess að börn heyri bók lesna og bókmenntaáhuga síðar meir. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að börn muna jafnvel betur það sem þau heyra sagt með eigin orðum heldur en þegar lesið er upp úr bók og gengur betur að endursegja það. Ennfremur virðast vera tengsl á milli reglulegrar hlustunar á lestur bóka og hæfni til að álykta rökrænt.
  Mikið úrval er af barnabókum á markaði, bæði myndabækur, þjóðsögur og ævintýri eftir íslenska og erlenda höfunda og er misjafnt eftir leikskólum hvaða efni verður fyrir valinu.
  Bækur og frásagnir eru góður grunnur til málörvunar og eflingu málþroskans. Því er mikilvægt að námsumhverfi sé hannað með tilliti til ritmáls og málþroska, að ritmálið sé sýnilegt og bækur aðgengilegar. Leiða má líkur að því að farsælast sé að tvinna saman bóklestur og sögugerð og vinna skipulega að báðum þáttum til þess að ná sem bestum árangri á sviði málþroska og tjáningar.

Description: 
 • Description is in Icelandic Leikskólabraut
Accepted: 
 • Sep 1, 2008
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1817


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefni_1.pdf343.24 kBOpenHeildartexti PDFView/Open