is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18187

Titill: 
  • Vörumerkjasamfélög á Facebook: Virði þeirra og tengsl við vörumerkjatryggð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur netið gjörbreytt mörgum hlutum í daglegu lífi fólks og hefur tilkoma samfélagsmiðla þar mikið að segja. Þessu fylgir að fyrirtæki þurfa að endurhugsa stefnu sína í markaðssetningu og komast að því hvernig hægt sé að nýta þessa nýju tækni. Einn þáttur sem hefur aukist gríðarlega samfara þessum breytingum er umræður. Samfélagsmiðlar eru vettvangur þar sem tilgangurinn er að auðvelda samskipti milli notenda og fá þá til að deila skoðunum sínum á margvíslegum málefnum. Þetta veitir neytendum vissulega töluverð völd þar sem nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að láta í ljós óánægju sína á opinberum vettvangi. Þetta gengur þó að sjálfsögðu í báðar áttir og gefa samfélagsmiðlar fyrirtækjum þannig mikinn hvata til að fara fram úr væntingum viðskiptavina sinna. Facebook er í dag vinsælasti samfélagsmiðill í heimi og hefur hann, sem og aðrir svipaðir miðlar, upp á að bjóða mörg ný tækifæri fyrir fyrirtæki til að byggja upp sterk og gefandi sambönd við viðskiptavini.
    Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort það virði sem skapast innan vörumerkjasamfélaga á Facebook hafi tengsl við tryggð meðlima gagnvart tilteknu vörumerki eða fyrirtæki. Notast var við megindlega aðferð í formi spurningalista og var honum dreift á meðal nemenda Háskóla Íslands og einstaklinga í tengslaneti höfundar á Facebook.
    Helstu niðurstöður sýna að vörumerkjasamfélög eru góður vettvangur til að auka tryggð viðskiptavina vörumerkis eða fyrirtækis. Þær tilhneigingar sem koma fram hjá meðlimum í hvers konar samfélögum ýta undir hegðun sem skilar sér í auknu virði fyrir samfélagið í heild. Þetta virði ýtir svo undir traust meðlima gagnvart vörumerkinu eða fyrirtækinu, sem hefur jákvæð áhrif á tryggð þeirra.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna