Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1819
Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2008 og samanstendur af upplýsingabækling um starfsemi leikskóla Árborgar og greinargerð. Bæklingur þessi er ætlaður foreldrum sem sækja um leikskóladvöl fyrir barnið sitt í sveitarfélaginu Árborg. Bæklingurinn er einnig ákveðið byrjunarskref í stefnumótun um móttöku og þjónustu við foreldra af erlendum uppruna. Með bæklingi þessum er verið að styrkja þær fjölskyldur af erlendum uppruna sem flytjast til Árborgar til að standa til jafns við aðrar fjölskyldur í sveitarfélaginu.
Við gerð bæklingsins voru Aðalnámskrá leikskóla og leikskólastefna Árborgar hafðar til hliðsjónar. Einnig var stuðst við kenningar og rannsóknaniðurstöður um fjölmenningarlegt samfélag, þ.e. börn sem hafa annað móðurmál en íslensku og foreldrasamvinnu.
Meginmarkmiðið með gerð þessa bæklings er að safna saman á einn stað grunnupplýsingum um leikskóla sveitarfélagsins. Þannig ætti að vera tryggt að allir foreldrar/forráðamenn fái sömu grunnupplýsingarnar þegar sækja á um leikskóladvöl fyrir barnið.
Lykilorð: Fjölmenning, grunnupplýsingar fyrir foreldra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
360.pdf | 216,67 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |