is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18198

Titill: 
 • Hvernig er þekkingarstjórnun 1912 ehf. háttað?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þekking og þekkingarstjórnun hefur verið undir smásjánni í þó nokkurn tíma þar sem fræðimenn velta vöngum sínum yfir því hvað þekking sé og hvernig þekkingarstjórnun er orðin stór og mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja.
  Markmiðið með þessu verkefni er að gera grein fyrir fræðilegum þáttum þekkingar og þekkingarstjórnunar. Farið verður ofan í þætti fyrirtækjamenningar og kannað samspil hennar og þekkingarstjórnunar.
  Helstu hugtök sem koma fyrir í umfjölluninni eru þekking, leynd og ljós, þekkingarverðmæti,þekkingarfyrirtæki, þekkingarstjórnun og fyrirtækjamenning.
  Ritgerðinni er ætlað að greina stöðu heildsölufyrirtækisins 1912 ehf. og kanna hvernig þekkingarstjórnun fyrirtækisins er háttað. Því er rannsóknarspurningin eftirfarandi:
  Hvernig er þekkingarstjórnun 1912 háttað?
  Rannsóknaraðferðin var sjálfsmatslisti sem gerður var eftir Bukowitz og Williams, úr bók þeirra The Knowledge Management Fieldbook.Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsmenn 1912 ehf. og var listinn sendur á um 100 starfsmenn fyrirtækisins.
  Hinsvegar var svarhlutfallið aðeins 20% og því eru niðurstöður heldur ómarktækar. Einnig verður gerð grein fyrir starfsháttum 1912 ehf. eftir innanhúss heimildum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að enginn svokallaður þekkingarstjóri sé innan fyrirtækisins og því enginn leiðtogi þegar kemur að þekkingarstjórnunarferlinu. Fyrirtækið er þó vel að sér í þó nokkrum þáttum þekkingarstjórnunar, svo sem lærdómi og öflun og notkun þekkingar. Hins vegar er nokkuð ábótavant hjá 1912 ehf. hvað varðar greiningu og förgun þekkingar. Þessir tveir þættir eru tímafrekir þættir og gæti fyrirtækið sparað sér heilmikinn tíma með því að greina frá þekkingu sem er nauðsynleg og ekki, til þess að skapa sér samkeppnisforskot.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf2.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna