en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/182

Title: 
 • is Hjartans mál : þekking almennings í Vestmannaeyjum á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu
Abstract: 
 • is

  Um 500 Íslendingar deyja af völdum hjarta-og æðasjúkdóma á ári hverju. Árið 2003 fengu 300 einstaklingar kransæðastíflu á Íslandi og árið 2004 létust 388 einstaklingar af völdum blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta.
  Þekking almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu er mikilvæg. Með markvissum og útbreiddum forvörnum kransæðasjúkdóma má auka þekkingu almennings sem leiðir af sér lægri dánar- og sjúkdómstíðni.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þekkingu almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Úrtakið var almenningur í Vestmannaeyjum 18 ára og eldri. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur og svöruðu þeir honum í viðurvist rannsakenda. Alls svöruðu 139 einstaklingar spurningalistanum og var kynjaskipting þátttakenda tiltölulega jöfn.
  Niðurstöður rannsóknar okkar benda til að þekking á einkennum kransæðastíflu í Vestmannaeyjum er alls ekki nægileg. Áberandi var að þekking á einkennum milli aldurshópa var mismikil. Mesta þekkingin var í aldurshópnum 61 árs og eldri, og var þekking minnst í aldurshópnum 21-40 ára. Þekking á áhættuþáttum kransæðastíflu er einnig ábótavant, sérstaklega í yngsta aldurshópnum en þar var þekkingin minnst, sama á hvaða áhættuþátt var litið. Þekking var svipuð hjá hinum tveimur aldurshópunum.
  Viðbrögð almennings við kransæðastíflu sýna að ekki eru nægilega margir sem hringja á sjúkrabíl. Í rannsókn okkar kom fram að rúmlega helmingur þátttakenda myndi frekar ráðfæra sig við lækni en einungis fjórðungur brygðist rétt við með því að hringja strax á sjúkrabíl. Telja rannsakendur ástæðuna fyrir því vera þekkingarleysi eða gott aðgengi að læknum í Vestmannaeyjum.
  Ávinningur rannsóknarinnar er að niðurstöðurnar gefa vitneskju um þekkingu almennings á áhættuþáttum, einkennum og viðbrögðum kransæðastíflu. Þar af leiðandi er mögulegt að gera sér grein fyrir fræðsluþörfum almennings og hægt að veita fræðslu þar sem hennar er helst þörf. Með rannsókninni vonast rannsakendur til að vitundarvakning verði í samfélaginu.
  Lykilhugtök: Þekking, kransæðastífla, áhættuþættir, einkenni og viðbrögð.

Description: 
 • is Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/182


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hjartansmal.pdf1.15 MBMembersHjartans mál - heildPDF
hjartansmal_e.pdf132.98 kBOpenHjartans mál - efnisyfirlitPDFView/Open
hjartansmal_h.pdf179.68 kBOpenHjartans mál - heimildaskráPDFView/Open
hjartansmal_u.pdf87.82 kBOpenHjartans mál - útdrátturPDFView/Open