is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1821

Titill: 
 • Á hvaða hátt læra börn best um náttúruna í útikennslu? : fræðileg umfjöllun um útikennslu, kennsluaðferðir og leik barna í náttúrunni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis var að svara spurningunni á hvaða hátt læra leikskólabörn best um náttúruna? Skoðaðar voru ýmsar heimildir t.d. þróunarverkefni, rannsóknir og handbækur um útikennslu. Einnig voru greinar um útkennslu og útiveru barna skoðaðar eins heimasíður um útikennslu.
  Þegar á leið komu fram ýmsir þættir sem höfundi fannst skipta máli hvað varðar tilhögun útikennslu. Þættir eins og aðgengi að náttúru og rannsóknir um þroska barna sem leika í náttúrulegu umhverfi.
  Byrjað var að skýra út hvað útikennsla er og hvernig hún er notuð í leikskólum. Aðeins var litið á græna leikskóla og möguleg áhrif þeirra á útikennslu. Aðgengi að náttúru var skoðað og hvernig hægt væri að nota næsta græna svæði ef ekki væri hægt að fara út í óspillta náttúruna. Vitnað er til nokkurra innlendra rannsókna um áhrif náttúru á leik barna og þróunarverkefna og rannsókna erlendra fræðimanna. Að lokum var farið yfir hlutverk kennarans í útikennslu, börnin, kennsluaðferðir og fræðimenn sem hafa sérhæft sig í útikennslu og síðan og ekki síst samspil barna og kennara í útikennslu.
  Lykilorð: Upplifun, börn.

Athugasemdir: 
 • Leikskólabraut
Samþykkt: 
 • 1.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
366rn3).pdf242.17 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna