Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18211
Markmið þessa verkefnis var annars vegar að fá dýpri skilning á því ferli sem fer í gang þegar koma á nýrri vöru á markað og hins vegar að kanna drykkjarvörumarkaðinn hér á landi og reyna að fá svör við tilgátu höfundar „er mögulegt rými að finna á drykkjarvörumarkaði“. Í dag er talað um svokallaða „Mountain Dew“ kynslóð og er talið að henni fylgi vaxandi vandamál varðandi hversu mikil neysla þeirra er á sykruðum drykkjum. Mikið úrval er til af þessum drykkjum og er sífellt að bætast við nýjar tegundir. Hugmynd að því að markaðsetja hollari valmöguleika af drykk kviknaði upp við raunverulegar aðstæður og hefur höfundur hug á að samræma sínar hugmyndir við yfirlýsingar Embætti Landlæknis um að stuðla að heilbrigðari lífsstíl og minnka sykurneyslu ungs fólks. Til að nálgast viðfangsefnið var fyrst farið í að skoða fræðilegar greinar sem tengdust markaðssetningu, kauphegðun og orkudrykkjum ásamt því að fá munnlegar heimildir um drykkjarvörumarkaðinn á Íslandi. Eftir að fræðilegu yfirliti lauk lagði höfundur fyrir megindlega spurningakönnun sem dreift var á netið. Við henni fengust 319 svör og voru þau kóðuð með IBM SPSS forritinu til að greina svör og áætla niðurstöður. Helstu niðurstöður könnunar leiddu í ljós að það eru hugsanlegar forsendur fyrir því að koma með nýjan og hollan drykk á markað sem væri sérstaklega ætlaður ungu fólki sem stundar íþróttir af einhverju tagi. Af þeim sem svöruðu netkönnuninni voru 66,2% sammála eða mjög sammála fullyrðingunni: „það vantar drykk á markað fyrir yngri kynslóðina sem er hollur og bragðgóður en þykir töff“. Einnig kom í ljós að við val á drykkjum spáir fólk almennt meira í bragði en innihaldi. Öðru máli gegnir eftir iðkun líkamsræktar en þá skiptir innihald meira máli en bragðið. Ekki fundust marktæk tengsl milli aldurshópa og þeirra eiginleika sem hafa mest áhrif á val á drykk, en milli kynja og þeirra sömu eiginleika var að finna tölfræðilega marktækan mun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
davíð_oddgeirsson_BS.pdf | 1,99 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 80,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |