is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18213

Titill: 
 • Markaðstorg fjármálagerninga í Svíþjóð og verðlagning í frumútboðum
 • Titill er á ensku Multilateral trading facilities in Sweden and IPO pricing
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að kasta upp mynd af hlutabréfamarkaðinum í Svíþjóð með sérstakri áherslu á markaðstorg fjármálagerninga. Saga verðbréfaviðskipta í landinu er rakin og þróun regluverks skoðuð. Þá er stuttlega gerð grein fyrir helstu markaðsrekendum og sögu þeirra. Markaðstorg fjármálagerninga í landinu eru skoðuð og gerð grein fyrir sérstökum eiginleikum hvers þeirra fyrir sig. Þá eru leiðbeinandakerfi First North og Nordic MTF skoðuð út frá regluverki beggja markaða. Farið er í gegnum skráningarferlið á hverjum markaði fyrir sig og einstakar kröfur markaðanna settar fram, en þar að auki er farið í gegnum almenna kosti og galla þess að skrá félag á markað.
  Frumútboð og tilgangur þeirra er skoðaður í almennu samhengi en meðal annars er verðlagning útboða tekin fyrir og helstu leiðir við verðlagningu skoðaðar. Sérstök áhersla er lögð á undirverðlagningu útboða og nokkrar algengar kenningar sem ætlað er að lýsa fyrirbærinu settar fram.
  Nýskráningar á markaðstorg fjármálagerninga í Svíþjóð eru skoðaðar og einnig eru frumútboðum á téðum mörkuðum gerð greinargóð skil. Greining á frumútboðum er framkvæmd með tilliti til stærðar þeirra og kostnaðar. Niðurstöður leiða það í ljós að frumútboð á AktieTorget eru almennt mjög lítil og kostnaður við lægri mörk, en útboð á First North eru talsvert stærri.
  Að lokum er undirverðlagning frumútboða á AktieTorget skoðuð ítarlega með tilliti til ýmissa breyta, svo sem atvinnugreina, umsjónaraðila og tímasetningu útboða. Niðurstöður sýna að verulegur munur er á undirverðlagningu útboða hvort sem það er eftir atvinnugreinum, umsjónaraðila eða tímasetningu.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendur_Hjartarson_BS.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna