is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18215

Titill: 
  • Ferðaþjónusta í Kópavogi. Hvar liggja tækifæri til nýsköpunar í afþreyingu og uppbyggingu ferðaþjónustu í Kópavogi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einstakt landslag, menningartengdir þættir og hin mikla gestrisni hafa skapað sérstöðu fyrir Ísland sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Í kjölfar byltingar á komu ferðamanna hingað til lands undanfarin ár hafa bæjarfélög verið að opna augun fyrir þessari ört stækkandi atvinnugrein sem ferðaþjónusta er og þeim tækifærum sem henni fylgja. Kópavogur hefur hingað til ekki lagt mikla áherslu á ferðaþjónustu en með auknum vexti í komu ferðamanna skapast svigrúm og tækifæri fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu. Í ljósi þess var ákveðið að rannsaka ferðaþjónustu í bænum og var lögð fram rannsóknarspurningin „Hvar liggja tækifæri til nýsköpunar í afþreyingu og uppbyggingu ferðaþjónustu í Kópavogi?”. Til að fá svar við þeirri spurningu var stuðst við eigindlega rannsókn í formi hálfopinna viðtala við 6 hagsmunaaðila.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru fjölbreyttar og nefndu viðmælendur t.d. göngu- og hjólabrú yfir Skerjafjörðinn, tjaldsvæði og heilsuhótel uppi við Elliðavatn, hótel á Hamraborgar- og Smárasvæðinu, en íþróttatengd ferðaþjónusta var einnig áberandi. Viðmælendur voru einnig almennt sammála um að það ætti að markaðssetja Kópavog undir merkjum Reykjavíkur og að bjóða mætti ýmsa afþreyingu í bænum inni í gestakorti Reykjavíkur sem hátt í 9000 erlendir ferðamenn keyptu árið 2013. Yfirvöld í bænum voru einnig gagnrýnd fyrir aðkomu þeirra að ferðamálum og þurfa þau að opna augun fyrir þessari vaxandi atvinnugrein og þeim gríðarlegu möguleikum sem henni fylgja. Nauðsynlegt er að bærinn vinni að stefnu og komi á öguðu skipulagi í ferðaþjónustu og sé með skýra og samstillta framtíðarsýn þar sem stjórnvöld, hagsmunaaðilar og aðrir þættir í atvinnulífinu koma saman í því að móta vaxtarumhverfið.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjörvar_Hermannsson- BS.ritgerð.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna