is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18223

Titill: 
  • Sannleikurinn í afhjúpun kvenlíkamans. List Kristínar Gunnlaugsdóttur í ljósi kenninga Luce Irigaray um kynjamismun og sjálfsveru kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er listsköpun Kristínar Gunnlaugsdóttur (f. 1963). Verk hennar verða greind út frá kenningum femíníska heimspekingsins Luce Irigaray (f. 1930) um kynjamismun. Hugmyndaheimur Kristínar verður skoðaður allt frá fyrri hluta ferilsins þar sem hún vinnur með hefðbundið málverk í samtali við forna hefð málverksins. Gert verður grein fyrir áhrifum Nýja málverksins sem kom fram í kringum 1980 á Kristínu. Á þeim tíma, eða þegar Kristín er í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands vinnur hún expressíonísk og tilfinningarrík verk sem þróast svo yfir í fínleg og hefðbundin málverk. Sérstaklega verður fjallað um nýrri verk hennar frá árinu 2010, en þá tekur list Kristínar miklum breytingum. Hugsýn hennar fer að beinast að ímynd, frjósemi og innra eðli kvenna en hún gagnrýnir ímyndasköpun og æskudýrkun kvenna í samfélaginu. Þetta kemur fram í verkum af nöktum og holdlegum konum, sjálfsfróun, sköpum og fæðingu sem eru allt tákn um frjósemi og ímynd konunnar sem móður og kynveru. Þrátt fyrir umbreytinguna má sjá samfelldan þráð í heildarsamhengi ferilsins, þar sem Kristín heldur sig við sömu tækni og hún tileiknaði sér á fyrri hluta ferilsins. Til marks um það verða skoðuð tengsl eldri og nýrri verka og leitast við að finna hvað liggur þeim til grundvallar sem einni heild. Einnig verður hin hugmyndafræðilega nálgun sem liggur að baki verkunum skoðuð í tengslum við birtingarmynd kvenlíkamans í listasögunni.
    Luce Irigaray telur að kvenkynið hafi verið sett neðar karlkyninu í árþúsundir og telur Irigaray að þá stöðu megi rekja til hugmyndasögu vestrænnar heimspeki og hugsunar sem hafi einungis tekið mið af heimsmynd karlsins. Í því samhengi verður fjallað um fornar eðlishyggjukenningar um konur sem komu fram hjá heimspekingunum Aristóteles og Platón. Markmiðið er að sýna fram á að kenningar Irigaray og Kristínar eigi sér hugmyndafræðilegar tengingar. Þær gagnrýna báðar hefð feðraveldisins með því að afbyggja ríkjandi sýn á konur. Kristín með myndum af sköpum og Irigaray með því að afbyggja goðsögulegar heimspekikenningar, m.a helliskenningu Platóns.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet_BA_Ritgerð140511 (1)!!.pdf2.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna