en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18226

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðey - heimsótt á ný
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í Viðey var eitt af níu langstarfandi klaustrum á Íslandi en það starfaði frá 1226 til 1539. Markmiðið með ritgerðinni er að nota gripi sem fundust við fornleifarannsóknina sem var gerð í Viðey á árunum 1987 til 1995 til þess að greina umsvif klaustursins sem þar var rekið. Einkum verða gripir sem tengjast trúarlegum athöfnum skoðaðir og tilraun gerð til þess að aldursgreina þá. Gripirnir sem fjallaðir er um eru perlur af talnaböndum, vaxtöflur, altarissteinar, krossar og líkneski. Athugað verður hvort þeir geti varpað ljósi á það hvort um klausturbæ eða klausturhús er að ræða þar sem grafið var. Reynt var að skoða gripina í samhengi við byggingarstig rústanna og ef einhverjar breytingar hafa orðið á gripaflórunni á milli þeirra. Gengið var út frá því að í klaustri hefðu trúarlegar athafnir farið fram, eins og bænahald, samhliða hefðbundnum híbýlaháttum. Greining gripanna krafðist nokkurrar endurskoðunar á fyrirliggjandi túlkun og aldri rústanna í Viðey vegna þess að þeir höfðu ekki verið skoðaðir áður með þetta tiltekna markmið að leiðarljósi. Niðurstaðan er sú að gripaflóran öll sem skoðuð var gefi sterka vísbendingu um að trúarlegir athafnir hafi farið fram í rústum þeirra húsa sem grafin voru upp. Styður niðurstaðan um leið fyrirliggjandi kenningar um að rústirnar séu af klaustrinu sjálfu.

Accepted: 
  • May 13, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18226


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Viðey- heimsótt á ný- skemman.pdf1.19 MBOpenHeildartextiPDFView/Open