en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18229

Title: 
  • Title is in Icelandic Fasteigna- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu: Þróun á hlutfalli fasteigna- og leiguverðs á mismunandi svæðum innan höfuðborgarsvæðisins
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Húsnæðismarkaður á höfuðborgarsvæðinu hefur löngum einkennst af því að flestir einstaklingar búa í eigin húsnæði og hlutfallslega fáir eru á leigumarkaði. Í þessari ritgerð verður söguleg fylgni á milli fasteigna- og leiguverðs skoðuð sem og þróun á hlutfalli á milli fasteigna- og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Gögn verða skoðuð fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni fyrir tímabilið 1997-2013. Við athugun á hlutfalli á fasteigna- og leiguverðs á milli einstakra svæða innan höfuðborgarsvæðisins er horft til tímabilsins 2011-2013. Í framhaldinu er ávöxtun leigusala á milli svæða skoðuð.
    Mikið af gögnum eru til um fasteignaverð en það er annað upp á teningnum þegar horft er til leiguverðs. Einu haldbæru gögnin sem hægt er að nota sem viðmið fyrir leiguverð er að finna í undirvísitölu vísitölu neysluverðs, sem nefnist greidd húsaleiga. Þjóðskrá Íslands hóf hins vegar að gefa út nákvæmari vísitölu um leiguverð árið 2011 sem gefur betri mynd af leigumarkaðnum
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að fylgni á milli fasteigna- og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð stöðug fyrir utan tímabilið 2004-2010. Hlutfall á milli fasteigna- og leiguverðs gefur til kynna að fasteignir með 2-3 herbergi eru á mörkum undirverðlagningar og fasteignir með 4-5 herbergi eru á sanngjörnu verðlagi. Það gefur til kynna að fasteignaverð kunni að hækka hlutfallslega meira en leiguverð á næstu árum. Ávöxtun leigusala hefur verið hæst í úthverfum Reykjavíkur en aðeins lægri vestan Reykjanesbrautar og í sveitarfélögum í kringum Reykjavík.

Accepted: 
  • May 13, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18229


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fasteigna- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.pdf1.11 MBOpenHeildartextiPDFView/Open