is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18235

Titill: 
 • Áhrif atvinnuleysis á afbrotatíðni á Íslandi: Árin 1999-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsökuð voru tengsl atvinnuleysis og afbrotatíðni árin 1999 til 2012 á Íslandi. Skoðaðir voru brotaflokkarnir auðgunarbrot, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, líkamsmeiðingar, brot gegn valdstjórninni, brot gegn friðhelgi einkalífs, nytjastuldur, skjalafals, eignaspjöll og brot gegn áfengislögum. Reiknaður var fjöldi afbrota á hverja 10.000 íbúa í hverjum brotaflokki og hann borinn saman við atvinnuleysi á hverjum tíma.
  Niðurstöður voru á þann veg að heilt yfir hafði atvinnuleysi lítil áhrif á afbrotatíðni. Auðgunarbrotum fjölgaði þó lítillega eftir efnahagshrunið árið 2008 með auknu atvinnuleysi sem er í samræmi við niðurstöður sambærilegra rannsókna. Sterkasta fylgnin var á milli nauðgana og atvinnuleysis þar sem nauðgunum fjölgaði umtalsvert með hækkandi atvinnuleysi. Líklegt er að sú niðurstaða stafi að einhverju leyti af aukinni umræðu kynferðisbrota í samfélaginu. Fíkniefnainnflytjendur brugðust við gengishruni
  krónunnar með því að færa framleiðslu fíkniefna til Íslands eftir efnahagshrun sem útskýrir fjölgun þessara brota á sama tíma og atvinnulausum fjölgaði. Neikvæð fylgni var á milli líkamsmeiðinga og atvinnuleysis og er sú niðurstaða algeng í sambærilegum
  rannsóknum.
  Afbrotum fækkaði yfir tímabilið í sex af þeim tíu brotaflokkum sem skoðaðir voru. Þetta eru flokkarnir kynferðisbrot að undanskildum nauðgunum, líkamsmeiðingar, brot gegn friðhelgi einkalífs, skjalafals, brot gegn áfengislögum og eignaspjöll.
  Það góða kerfi sem Íslendingar búa við tryggir þeim lágmarksframfærslu við atvinnumissi sem skilar sér í því að þrátt fyrir efnahagsþrengingar með tilheyrandi fjölgun atvinnulausra þá snúa fáir sér að afbrotum til að drýgja tekjur sínar eða grípa til ofbeldis eða eignaskemmda til að láta í ljós óánægju sína með efnahagsástandið.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn Óskar Hafliðason.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna