is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18237

Titill: 
 • Líkan Black-Litterman. Greining eignasafna og prófanir
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um Black-Litterman líkanið, sem byggir á reglu Bayes til þess að framkalla meðaltal umframávöxtunar eignasafns og samdreifni hennar út frá skoðunum fjárfestis á væntri ávöxtun. Út frá þessu er unnt að finna bestu eignasamsetningu, sem jafnframt tekur mið af skoðunum fjárfestisins.
  Í rannsókninni eru tvö Black-Litterman líkön útfærð og forrituð í tölfræðiforritinu R, en þau byggja hvort á sinni aðferðafræðinni. Áreiðanleiki þeirra líkana sem hér voru útfærð var staðfestur með því að framkallaðar voru sömu niðurstöður og fengist höfðu úr fyrri rannsóknum annarra.
  Annað þessara líkana, sem er hagnýt endurbót á upphaflega Black-Litterman líkaninu og gefur fjárfesti kost á að tilgreina öryggisstig á skoðunum, var valið til frekari rannsókna með erlendum raungögnum af markaði, sem ná yfir tímabilið frá júní 1992 til febrúar 2014. Sex eignasöfn sem byggja á Black-Litterman líkaninu voru greind við mismunandi öryggisstig á öllum skoðunum, en tilgreindar skoðanir voru þær sömu fyrir öll eignasöfnin.
  Þegar frammistaða eignasafnanna er skoðuð, kemur fram mikill breytileiki á frammistöðu þeirra eftir öryggisstigi á árunum 2000 til 2004, en eftir það sýna frammistöðumælikvarðarnir svipaðan árangur allra eignasafna í rannsókninni. Sérstaklega er áhugavert að ávöxtun eignasafnanna allra, yfir allt tímabilið, er svipuð, en uppsöfnuð velta í eignasöfnum sem byggja á sköluðu vægi eignaflokka er alltaf minni en í eignasafni í jafnvægi, en það safn tekur ekki tillit til skoðana. Þetta þýðir að nánast sömu ávöxtun megi ná með talsvert minni viðskiptakostnaði en hefði hlotist af að fylgja eignasamsetningu eignasafns í jafnvægi.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkan Black-Litterman - Greining eignasafna og prófanir.pdf906.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna