is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18240

Titill: 
  • Hollusta flugliða Icelandair: Atriði sem hafa áhrif á tilfinningabundna, stöðubundna og skyldubundna hollustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hollusta hefur sterk tengsl við þegnhegðun og starfsmannaveltu innan skipulagsheilda. Allen og Meyer (1990) skiptu hollustu niður í þrjá þætti; tilfinningabundna, stöðubundna og skyldubundna hollustu. Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á hollustu starfsmanna við skipulagsheildir en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði hér á landi. Í þessari rannsókn voru atriði sem tengjast hollustu flugliða skoðuð. Markmið rannsóknar var að kanna tengsl hollustu við lýðfræðilegar breytur. Skoðað var hvort munur væri á hollustu flugliða sem komu úr grasrót Icelandair og annara flugliða fyrirtækisins. Einnig var athugað hvort fjölskyldutengsl flugliða innan Icelandair hafi áhrif á hollustu.

    Þátttakendur voru 281 flugliðar hjá flugfélaginu Icelandair. Notast var við spurningalista Meyer, Allen og Smith (1993) til þess að mæla hollustuþættina þrjá. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þrjár lýðfræðilegar breytur; menntun, aldur og starfsaldur höfðu tengsl við hollustu flugliða Icelandair. Hins vegar höfðu breyturnar kyn og starfshlutfall engin tengsl við hollustu flugliða fyrirtækisins. Það hvort flugliðar kæmu úr grasrót Icelandair hafði ekki áhrif á hollustu þeirra við fyrirtækið. Að sama skapi höfðu fjölskyldutengsl flugliða innan Icelandair ekki áhrif á hollustu þeirra til fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SHR-MS.pdf689,77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna