is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18241

Titill: 
 • Hvar liggja tækifæri í nýsköpun í Kötlu jarðvangi að mati ferðaþjónustuaðila á svæðinu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn höfundar tekur til ferðaþjónustu á Kötlu jarðvangssvæðinu. Kannað var hvar tækifæri liggja í nýsköpun á svæðinu að mati tíu ferðaþjónustuaðila sem þar eru. Rannsakandi notaði eigindlegt rannsóknarsnið í formi hálf opinna viðtala. Stuðst var við sömu skilgreiningar á markhópum og Boston Consulting Group (BCG) notaði í skýrslu sinni Northern Sights: The future of tourism in Iceland sem kom út árið 2013. Nýsköpunarferli BCG er kynnt og kortlagning auðlinda í Kötlu jarðvangi. Þá eru helstu tölur um fjölda ferðamanna í jarðvanginum gerð skil.
  Rannsóknarspurningin er svohljóðandi;
  Hvar liggja tækifæri í nýsköpun í uppbyggingu á Kötlu jarðvangssvæðinu að mati ferðaþjónustuaðila sem starfandi eru á svæðinu? Gagnvart a) áfangastað b) afþreyingu.
  Viðmælendur gerðu almennt ekki mikinn greinarmun á áfangastað og afþreyingu. Flestir markhópar, óháð skilgreiningu, sem koma á svæðið sækja sömu áfangastaðina heim.
  Tækifæri felast í að byggja betur upp helstu áfangastaði svæðisins en þangað fara flestir ferðamenn nú óháð markhópum. Einnig liggja tækifæri í því að greina og skipuleggja nýja áfangastaði og stuðla að bættu aðgengi að þeim, meðal annars út frá ólíkum markhópum. Til þess má nota þriggja þrepa nýsköpunarferli BCG og kortlagningu áfangastaðanna.
  Mikil tækifæri felast í afþreyingu fyrir alla markhópa. Má þar helst nefna í menningu, sögu, fræðslu, náttúrutengdri afþreyingu og afþreyingu sem er skilgreind fyrir ákveðna markhópa eins og „families“ og „emerging market explorers“. Þá eru tækifæri í afþreyingu sem er opin allt árið eins og að skoða söfn og sýningar.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Ósk Svansdóttir.pdf985.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna