is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18244

Titill: 
 • Verkefnafjármögnun við lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um verkefnafjármögnun á Íslandi, hvaða framkvæmdir hafa byggt á verkefnafjármögnun og hvernig þeirri aðferðafræði yrði beitt við lagningu mögulegs sæstrengs á milli Íslands og Bretlands.
  Verkefnafjármögnun er tilvalin leið við framkvæmdir í tilfelli stærri verkefna og sérstaklega í verkefnum sem eru áhættusöm. Þetta fyrirkomulag fjármögnunar er sérstaklega algengt við framkvæmdir á innviðum samfélaga, s.s. á sviði samgangna, orkuiðnaðar, fjarskipta o.fl. Á síðustu árum hefur verið vaxandi umræða um notkun verkefnafjármögnunar sem fjármögnunarleið og þá sérstaklega á sviði samgöngu- og orkumála.
  Í ritgerðinni verður skoðað hvernig verkefnafjármögnun myndi nýtast við lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands sem nú er í skoðun hér á landi. Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag um verkefnið sem yrði kallað Icelink Plc. auk tveggja dótturfélaga, annað þeirra myndi annast viðskipti með raforku í gegnum sæstrenginn (Icelink Trading Plc.) og hið síðara framkvæmdir við lagningu sæstrengsins (Icelink Construct Plc.). Skoðaðar verða leiðir til þess að takmarka áhættu innlendra aðila af verkefninu en þó sjá til þess að umfram arðsemi skil sér að sem mestu leyti hér á landi. Hluthöfum í verkefninu yrði tryggð lágmarksarðsemi sem myndi m.a. byggja á langtímasamningum við bresk yfirvöld um tryggingu á lágmarksverði á seldri raforku í gegnum strenginn. Á móti þeirri tryggingu yrði sett hámark á arðsemi hluthafa og öll umfram arðsemi rynni til eiganda aðliggjandi raforkukerfa, þ.e. Landsnets hf. á Íslandi og National Grid Plc. í Bretlandi. Að samningstíma loknum yrði sæstrengurinn afhentur eiganda raforkukerfanna.
  Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að sterkar vísbendingar eru um að slíkt verkefni gæti verið raunhæft og fjárhagslega hagkvæmt m.t.t. þeirrar áhættu sem því fylgir. Innri vextir (e. IRR) verkefnisins eru 18,8% og árlegar tekjur upp á andvirði 14 ma. kr. í erlendri mynt og hefði því mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.
  Lykilforsenda verkefnisins er þó sú að bresk yfirvöld séu tilbúin að tryggja ákveðið lágmarksverð á keyptri raforku í gegnum sæstrenginn, en slíkt mun ekki liggja fyrir fyrr en viðræður hefjast á milli landanna um slíka samninga.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefnafjármögnun við lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna