is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18245

Titill: 
  • Á góðum járnum: Starfsánægja hjá starfsmönnum Héðins hf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnanda er að fá starfsfólk sitt til að leggja sig fram í vinnu og sýna áhuga og dugnað í störfum sínum. Þetta er ekki auðvelt fyrir stjórnendur og margt þarf að ganga upp svo starfsfólk sé almennt ánægt í vinnu. Starfsánægja er mjög mikilvæg þegar kemur að starfsframlagi Starfsánægja er einn mikilvægasti þátturinn í starfsumhverfi starfsmanna svo þeim líði vel í vinnu. Einnig getur starfsánægja haft áhrif á framleiðni starfsmanna.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna starfsánægju hjá starfsmönnum Héðins hf. Héðinn er þjónustu- og þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni og er eitt stærsta fyrirtæki landsins í þeim iðnaði með um 100 starfsmenn. Héðinn hefur rekið starfsemi óslitið í 92 ár eða frá árinu 1922. Starfsemin skiptist í tæknideild, véladeild, plötuverkstæði, renniverkstæði, skipaþjónustu og sölu- og uppsetningu tækja og búnaðar frá Rolls-Royce Marine. Helstu markhópar eru sjávarútvegur og stóriðja.
    Gerð var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti með 41 spurningu var lagður fyrir starfsmenn Héðins. Alls svöruðu 71 af 98 starfsmönnum spurningalistanum eða um 72%. Spurningalistinn var byggður þannig upp að fyrst var spurt um heildaránægju (heildarnálgun) síðan var spurt út í einstaka þætti (þáttanálgun).

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri Blöndal prenteintak (1).pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna