is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18246

Titill: 
  • Ímynd bjórtegunda. Rannsókn á ímyndarþáttum söluhæstu bjórtegunda Vínbúðarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna ímynd sex söluhæstu bjórtegunda Vínbúðarinnar árið 2013. Um er að ræða vörumerkin Víking Gylltur, Víking Lager, Egils Gull, Thule og Faxe Premium. Svör þátttakenda sem sögðust oftast drekka aðrar tegundir en áðurnefndar voru sett í flokkinn aðrar tegundir. Samhliða greiningu á stöðu bjórtegunda út frá ímynd verður kannað hvort afstöðumunur sé á milli kynja. Einnig verður tryggð þátttakenda við bjórtegundirnar rannsökuð.
    Eftir að búið var að fækka og sameina fullyrðingarnar sem lágu til grundvallar spurningakönnunarinnar stóðu eftir 11 fullyrðingar sem settar voru fram á 9 punkta kvarða þar sem 1 stendur fyrir að eiga mjög illa við og 9 fyrir að eiga mjög vel við
    Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að svörun spurningakönnunarinnar var í lægri kantinum. Þar sem ekki er til nein ein samþykkt aðferð við mælingu ímyndar, má telja líklegt að hægt sé að fá aðrar niðurstöður með öðrum rannsóknaraðferðum Þrátt fyrir takmarkanir gefur rannsóknin mikilvægar upplýsingar um þá ímyndarþætti sem þátttakendur tengja helst við söluhæstu bjórtegundir Vínbúðarinnar.

Athugasemdir: 
  • Þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða mögulega seldar til fyrirtækja á bjórmarkaði óskar höfundur eftir því að ritgerðin verði lokuð í tvö ár eftir brautskráningu. Viðskiptafræðideild hefur samþykkt beiðnina.
Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin_Lokautgafa.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna