is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18248

Titill: 
 • Orkustjórnun. Nýjar áherslur í mannauðsmálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur ritgerðarinnar er að leita svara við rannsóknarspurningunni: Hvaða áhrif hefur námskeið í orkustjórnun á þá starfsmenn Íslandsbanka sem fóru í gegnum markvissa fræðslu um orkustjórnun?
  Farið var yfir fræðilegar heimildir varðandi forystu, mannauðsstjórnun, jákvæða sálfræði, flæði, kulnun, helgun og að njóta sín í starfi . Einnig var skoðað hvað hefur áhrif á mannlega orku (e. human energy) í lífi og starfi, rannsóknir um hvernig einstaklingar viðhalda orkustigi sínu og/eða auka það til að skila góðri frammistöðu. Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við rannsóknarspurningunni með bæði eigindlegri og megindlegri aðferðafræði.
  Um er að ræða hugmyndafræði sem er tiltölulega ný á Íslandi en er töluvert að ryðja sér til rúms og Íslandsbanki er að nýta sér. Rannsakanda er ekki kunnugt um annað en að fram að þessu séu ekki til neinar rannsóknir á Íslandi um þetta efni.
  Til að leita svara við rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl í október 2013 við hóp sérfræðinga hjá Íslandsbanka, sem allir starfa í sömu deild og voru að fara í gegnum fræðslu um orkustjórnun. Spurningarlisti var einnig lagður fyrir á sama tíma. Viðtöl voru síðan tekin aftur í byrjun mars 2014 og spurningalisti fylltur aftur út.
  Helstu niðurstöður benda til að verið sé að brúa það bil sem gætt hefur á milli forystu, mannauðsstjórnunar og heilsu og velferðar starfsmanna. Orkustjórnun er eitt af þeim tækjum sem verið er að nýta til að auka orku og stuðla að bættri heilsu og betri líðan starfsmanna. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur til kynna að það hafi jákvæð áhrif á starfsmenn, bæði frammistöðu og líðan að fara á námskeið í orkustjórnun. Niðurstöður orkumælis sýna 30% aukingu á orku starfsmanna á því tímabili sem var til skoðunar en túlka ber þær niðurstöður með varúð. Huga þarfi að stuðningi yfirmanna og eftirfylgni til að viðhalda árangri. Takmarkanir eru á rannsókninni og erfitt er að fullyrða um niðurstöður þar sem um lítið úrtak er að ræða og aðrir þættir gætu átt þátt í þeim breytingum sem mældust.
  Lykilorð: Tilfinningagreind leiðtoga, mannauðsstjórnun, orkustjórnun, jákvæð sálfræði, flæði, kulnun og helgun í starfi, að njóta sín í starfi.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Orkustjórnun lokaeintak.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna