Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18250
Af því tilefni að Seðlabankinn hleypti í umferð nýjum 10.000 kr. seðli þann 24. október 2013 var litið yfir sögu seðlaútgáfu á Íslandi undanfarin ár. Farið var yfir reiðufjárnotkun landsmanna, breytingar sem hafa orðið á henni og samanburð við aðrar þjóðir.
Lengi hefur verið ljóst að Íslendingar eru duglegir að notfæra sér rafræna greiðslumiðlun og því þótti það rannsóknarefni hvers vegna seðlaprentun sé viðhöfð á meðan tækninni fleygir fram líkt og gerst hefur undanfarin ár.
Leitað var svara við spurningunni hvaða tilgangi útgáfa nýs og verðmeiri seðils þjónar í greiðslumiðlun á Íslandi. Þar sem fram kemur að seðlar sinni ákveðnu öryggishlutverki komi til efnahagsáfalla. Einnig var farið yfir tengsl seðla við svarta starfsemi, skatt- og bótasvik. Þá var litið á þjóðfélagslegan kostnað af hinum ýmsu formum greiðslumiðlunar þar sem allar líkur eru á að skortur sé á hagkvæmni í þessum málum hér á landi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Marteinn_Sindri_Svavarsson_BS.pdf | 675,64 kB | Open | Heildartexti | View/Open |