is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18259

Titill: 
 • Væntingavísitala Capacent Gallup
 • Titill er á ensku The Consumer Confidence Index in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um Væntingavísitölu Capacent Gallup, greint frá tilgangi hennar og þeim vísbendingunum sem hún gefur meðal annars um einkaneyslu. Mæling vísitölunnar hefur sýnt tiltrú og væntingar fólks til efnahagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimila í komandi framtíð. Atferlishagfræðin gerir ráð fyrir mannlegum breyskleika og fjallar með annars um hvata og hvaða áhrif viðbrögð við þeim hafa á fólk og þar með væntingar þeirra.
  Einn stærsti ráðstöfunarliður þjóðartekna er einkaneysla og sú hagstærð sem gefur hagvöxt til kynna. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort vísitalan segi meira til um neyslu dagsins í dag eða framtíðarinnar. Ýmsir þættir hafa áhrif á væntingar svo sem kyn, aldur, menntun og búseta en ekki síður atvinna og efnahagur. Greining á vísitölu um mat á atvinnuástandi og atvinnuleysishlutfalli sýndi að samband þeirra var neikvætt. Mat fólks á atvinnustigi er nokkuð rétt og með auknu atvinnuleysi dregur úr væntingum.
  Vísitalan gefur svipaða vísbendingu um einkaneyslu eins og kortanotkun hefur gefið lengst framan af en þetta samband hefur rofnað undanfarið. Líkön þjóðhagfræðinnar yfir ráðstöfun þjóðartekna og mælingar Hagstofu á einkaneyslu eru kynntar. Notuð eru gögn Hagstofunnar yfir einkaneyslu og neysluvöruvísitölu ásamt upplýsingum um vísitöluna frá Capacent Gallup.
  Lagt er mat á styttri tímabil og greining leiðir í ljós nýtt samhengi. Þá sést að undirvísitala um núverandi ástand gefur skýrustu mynd af ástandinu og gerir það nákvæmar en væntingavísitalan sjálf. Væntingavísitalan er skammtímahagvísir sem skýrir meðal annars hluta einkaneyslu.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Væntingavísitala Capacent Gallup maí 2014.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna