en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1825

Title: 
 • Title is in Icelandic HIV – smit : börn og unglingar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þegar alnæmisfaraldurinn fór að gera vart við sig í upphafi 9. áratugarins varð uppi fótur og fit. Það var ekki að furða því menn stóðu ráðþrota gagnvart þessu sjúkdómi. Þetta var óþekktur sjúkdómur sem engin lyf unnu á. Árin liðu og smám saman öðluðust menn meiri skilning á eðli sjúkdómsins og smitleiðum hans. Lyf voru þróuð sem hægðu á framgangi hans og þar sem smitleiðir voru í stórum dráttum þekktar var í raun auðvelt, fræðilega séð, að verjast sjúkdómnum.
  Nú er svo komið að lítið fer fyrir umfjöllun um sjúkdóminn í fjölmiðlum. Helst eru það fréttir tengdar ástandinu í ríkjum Afríku en þar virðist ekkert lát vera á útbreiðslu hans og sums staðar er heil kynslóð að þurrkast út. Eftir standa börnin munaðarlaus, sum hver smituð af HIV veirunni. Það stafar bæði af fordómum og svo því að vegna fátæktar er lítið aðgengi að lyfjum í þessum löndum. Á þeim landsvæðum og heimshlutum þar sem minna fer fyrir sjúkdómnum er hætt við að fólk sljóvgist með tímanum og hafi ekki varann á sér. Hér á landi er það nær óþekkt að börn og unglingar á leik- og grunnskólaaldri greinist HIV jákvæð. Það eru þó ákveðnar blikur á lofti.
  Í þessari ritgerð er fjallað um sjúkdóminn og helstu smitleiðir hans. Þá er stuttlega gerð grein fyrir útbreiðslu hans á heimsvísu og hérlendis og svo hvernig útbreiðsla hans hefur breytt um farveg hérlendis með tilliti til kynhneigðar og áhættuhegðunar. Þá er vikið sérstaklega að börnum og unglingum í yngri kantinum og lagt mat á hvort þeim stafi einhver ógn af sjúkdómnum á komandi árum og hvernig þau ættu þá helst á hættu að smitast af honum.
  Ekki eru miklar líkur á því að hérlendis fæðist HIV smituð börn á komandi árum. En möguleikinn er engu að síður til staðar. Það er forvitnilegt að kanna það hvernig starfsfólk leik- og grunnskóla er undir það búið að taka á móti HIV jákvæðu barni. Tekið var viðtal við þrjá leikskólastjórnendur. Kannað var viðhorf þeirra til þessara mála. Rætt við foreldra sem eiga HIV jákvætt barn í skóla og svo HIV jákvætt foreldri sem á ósmitað barn í skóla. Einnig er rifjuð upp gömul frásögn frá Svíþjóð.

Description: 
 • Description is in Icelandic Leikskólabraut
Accepted: 
 • Sep 1, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1825


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hiv - börn.pdf253.1 kBLockedHeildartextiPDF
HIV FORSÍÐA.pdf46.73 kBOpenForsíðaPDFView/Open