is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18262

Titill: 
  • Hvar á að prenta? Undirliggjandi ástæður fyrir vali prentkaupenda á prentframleiðanda
  • Titill er á ensku Ordering printing? Determining factors in choice of printing suppliers for print customers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til þess að skapa sér sterka markaðsstöðu er mikilvægt að fyrirtæki sem framleiðir og selur vörur nái vel til kaupendanna. Þetta er sérlega mikilvægt á markaði þar sem samkeppnin um verkefnin er eins hörð og hún er á íslenskum prentmarkaði. Prentframleiðendur þurfa eins og önnur fyrirtæki í samkeppni að þekkja kaupendurna, þekkja þarfir þeirra og vita hvernig best sé að fullnægja þeim þörfum. Í verkefninu er fjallað um kauphegðun, kaupferli og kaupendur.
    Þessi rannsókn beinist að því að finna undirliggjandi ástæður fyrir vali prentkaupenda á prentframleiðanda. Það var gert með því að skoða átta þætti sem rannsakandi taldi að varpað gætu ljósi á ástæðurnar fyrir valinu. Þessir þættir eru vörugæði, þjónustugæði, fagleg þekking, gagnkvæm viðskipti, lengd viðskiptasambands, áreiðanleiki, traust og persónuleg tengsl. Framkvæmd var megindleg rannsókn, spurningakönnun sem send var til 300 stærstu fyrirtækja landsins. Rannsakandi valdi að móttakendur könnunarinnar væru framkvæmdastjórar fyrirtækjanna því algengt er að innkaup á prentuðu efni dreifist á fleiri aðila innan fyrirtækja. Framkvæmdastjórinn var beðinn um að koma könnuninni áleiðis til þeirra aðila sem sjá um innkaup á prentuðu efni hjá fyrirtækinu. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að hinir huglægu þættir, þjónustugæði, fagleg þekking og áreiðanleiki, skipta kaupendur mestu máli við val á framleiðanda. Það má túlka sem góð tíðindi fyrir prentframleiðendur því mjög tvísýnt getur reynst að keppa í verði og því liggja tækifæri framleiðenda í að einbeita sér fremur að hinum huglægu þáttum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvar á að prenta.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna