is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18266

Titill: 
  • Er breyting á möguleikum til íbúðarkaupa undanfarin 20 ár?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íbúðarkaup er stærsta fjárfesting flestra einstaklinga. Ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina íhlutast á fasteignamarkaði til að jafna stöðu einstaklinga og til þess að draga úr áhrifum markaðsbresta. Efnhagslegt umhverfi á Íslandi hefur tekið hröðum breytingum undanfarin 20 ár meðal annars vegna óstöugleika verðlags, einhæfra atvinnuvega og hagræðingar í ríkisrekstri. Hér verður skoðað hvernig möguleikar til íbúðarkaupa hafa breyst yfir 20 ára tímabil og hvernig fyrrgreind atriði hafa þar áhrif. Fjallað er um þróun inngripa ríkisvaldsins á markað fasteigna og aðferðir þess við að ná fram félagslegri jöfnun. Í ljósi verðbólguþróunar sem birtingarmynd óstöðugleika íslenska hagkerfisins er skoðað sérstaklega hvernig framsetning gagna getur haft áhrif á ákvarðnir og sýn fólks á fasteignamarkaðinn svo sem í gegnum hugtakið peningaglýja. Felst greiningin svo í því að skipta árunum niður í þrjú tímabil og nánari umfjöllun á efnhagslegum einkennum hvers þeirra svo sem þróunar kaupmáttar launa sem og fasteignaverðs. Til að varpa frekara ljósi á þróun íslenska fasteignamarkaðarins er skoðuð þróun eignaverðsbóla á fasteignamarkaði en það umhverfi sem skapaðist hér landi á árunum 2004-2007 sem afleiðing af hagræðingu í ríkisrekstri hafði mikil áhrif á íslenska fasteignamarkaðinn.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKILA VERKEFNI BA.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna