is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18269

Titill: 
 • Ólíkar launakröfur kynjanna: Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að greina ástæður þess að konur gera lægri launakröfur en karlar og bregðast við áhrifunum með viðeigandi hætti. Tvær tilraunir voru framkvæmdar meðal fyrsta árs nema í sálfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Fyrri tilraunin hafði það að marki að athuga ýfingar staðalímynda á launakröfur kvenna. Tilraun 2 athugaði hins vegar áhrif skýrra viðmiða á samband ýfingar staðalímynda og launakrafna kvenna.
  Fyrsta tilgáta rannsóknarinnar var að konur gera lægri launakröfur en karlar. Niðurstöður leiddu í ljós að konur gerðu 18% lægri launakröfur en karlar í stjórnendastarfi. Áætlað var að áhrifin kæmu fram vegna staðalímyndar sem segir til um hærri laun karlmanna.
  Samkvæmt tilgátu 2 ætti ýfing (e. priming) staðalímynda að leiða til þess að konur geri enn lægri launakröfur. Staðalímyndir voru ýfðar með spurningu um kyn í upphafi tilraunar en samanburðarhópurinn merkti við kyn við lok tilraunar. Í ljós kom að konur sem merktu við kyn í upphafi tilraunar gerðu 14,5% lægri launakröfur í stjórnendastarfi en konur sem merktu við kyn við lok tilraunar.
  Tilgáta 3 sagði til um að ýfing staðalímynda hefði ekki áhrif á launakröfur kvenna þegar viðmið til launa væru skýr fyrir tiltekið starf. Niðurstöður sýndu að ákvæði um meðallaun fyrir stjórnandastarf kom í veg fyrir áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna.
  Samkvæmt tilgátu 4 minnkar kynbundinn munur í launakröfum þegar viðmið til launa eru skýr. Munurinn á launakröfum kynjanna var 18% þegar engin viðmið voru gefin en 4,5% þegar greint var frá meðallaunum. Skýr viðmið drógu því launakröfur kvenna nær launakröfum karla.
  Áhrif skýrra viðmiða á launakröfur þátttakenda gefur ákveðna vísbendingu um hvernig bregðast má við lægri launakröfum kvenna. Upplýsingar um meðallaun virðast geta stuðlað að jöfnum kröfum karla og kvenna til launa. Slíkt gæti minnkað launamun kynjanna þar sem rannsóknir hafa sýnt að launakröfur hafa mikil áhrif á laun.

Samþykkt: 
 • 13.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólíkar launakröfur kynjanna - Áhrif staðalímynda á launakröfur kvenna.pdf748.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna