is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18275

Titill: 
  • Hlutverk æðri skjónskynjunar í læsi og torlæsi. Tengsl heildrænnar andlitsskynjunar og lesblindu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróunarleg lesblinda er skilgreind sem sértæk röskun á lestrarhæfileikum sem ekki er hægt að skýra með greindarskerðingu, mismunandi námstækifærum, almennri hvatningu eða skynörðugleikum. Ýmsar kenningar eru til um orsakir og afleiðingar lesblindu á hljóðræna og sjónræna skyn og úrvinnsluferla. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl heildrænnar andlitsskynjunar og lesblindu. Notast var við vel þekkt andlisskynjunarverkefni, annars vegar Cambridge Memory Face Test (CMFT) og hins vegar Composite Face Task (CFT). Í CMFT voru andlit sýnd upprétt og á hvolfi, en yfirleitt er talið að andlit séu aðallega skynjuð heildrænt þegar þau eru upprétt. Í CFT birtust andlitshlutar ýmist í samræmi (e.congruent) eða ósamræmi (e.incongruent) og er munurinn á samræmis og ósamræmis umferðum gjarnan talin mæling á heildrænni skynjun. Alvarleiki lestrarerfiðleika var metinn með Adult Reading History Questionnaire (ARHQ) og með lestri á tveimur orðmyndalistum. Niðurstöður gáfu til kynna að ARHQ og orðmyndalistarnir greindu vel á milli hópanna. Ekki fannst munur á heildrænum andlitsskynjunaráhrifum eftir lestrargetu þátttakenda. Varast ber þó að draga of miklar ályktanir út frá niðurstöðum vegna fjölda þátttakenda en 16 þátttakendur tóku þátt og aðeins fimm af þeim voru með lesblindu að eigin sögn.

Samþykkt: 
  • 14.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Kristjana Kristinsdottir lokaútgáfa.pdf620.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna