is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18276

Titill: 
  • Skortur á listfræðigrunni. Lítil undirstaða íslensks fræðiheims
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á árinu 2011 gerðust margir merkilegir atburðir innan listheimsins á Íslandi. Miklar deilur mynduðust eftir að framúrstefnulistaverkið Fallegasta bók í heimi var fjarlægt af listasýningunni KODDU. Um ádeilulistaverk var að ræða, sem samkvæmt listamönnunum gagnrýndi hið svokallaða íslenska góðæri. Höfundar verksins sögðu um ritskoðun væri að ræða og áras á tjáningarfrelsið . Brot á tjáningarfrelsi og þöggun á gagnrýni eru háalvarleg mál. Deilurnar drógust á langinn og um tveimur árum síðar skrifaði Hannes Lárusson, einn listamannanna, að ákveðnir aðilar væru með árásum sínum að reyna að draga broddinn úr gagnrýni þeirra . Í millitíðinni hafði þó annar stór atburður átt sér stað innan hins íslenska listheims. Seinni hluta ársins 2011 var Íslensk Listasaga, Frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar gefin út. Annar útgefandinn var Listasafn Íslands og því voru ákveðnar kröfur gerðar til bókverksins. Hún hlaut þó nokkuð þunga gagnrýni meðal annars að tengja ekki listaverk við þann fræðigrunn sem þau spruttu upp úr . Það var verið að draga broddinn úr þeirri gagnrýni sem mörg verkanna voru að setja fram. Sumir gengu svo langt að lýsa bókinni sem sögufölsun og fræðilega þöggun á fyrrum mistökum listfræðinga . Gagnrýni Hannesar má því færa yfir á listasöguna. Það gætir þó ákveðinnar mótsagnar. Hannes Lárusson var einn þeirra núlifandi listamanna sem fékk margra blaðsíðna umfjöllun í síðasta bindi listasögunnar. Er það fræðilegur möguleiki að útgefendur listasögunnar hafi verið að sniðganga listamenn og listastefnur til þess að gefa Hannesi meira rými fyrir list sína? Er list Hannesar orðin að hinni alræmdu há-list, hugtak notað yfir ráðandi liststefnur ríkjandi liststofnanna? Slíkar aðstæður verða oft vafasamar vegna innbyggðra fordóma framúrstefnunnar í garð há-listar. Framúrstefnuhreyfingar hafa nefnilega oft flokkað sig sjálfar sem gagnrýnandi utangarðslist. Getur því verið að Íslensk listasaga, skrifuð Hannesi í vil, sé sjálf að draga broddinn úr gagnrýni hans? Til viðbótar vandast málin þegar litið er betur á verkið Fallegasta bók í heimi. Það inniheldur ekki bara gagnrýni á hinn íslenska kapítalisma, heldur líka harða gagnrýni á aðra list. Sú list sem gagnrýnd var fékk til viðbótar nær enga umfjöllun í listasögunni. Er framúrstefnan hérlendis rótæk utangarðslist eða ráðandi há-list með þann yfirgang sem fylgir hugtakinu?

Samþykkt: 
  • 14.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf636.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna