is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18278

Titill: 
 • Titill er á þýsku Wer ist wider da? Geschichte und Gegenwart im Roman Er ist wieder da
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skáldsagan Er ist wieder da er fyrsta bók ungversk-þýska blaðamannsins Timur Vermes og kom út fyrir jólin 2012 í Þýskalandi. Sagan fjallar um það hvað gerist, þegar fyrrum einræðisherra Þýskalands Adolf Hitler vaknar skyndilega af værum blundi á grasbletti í miðri Berlín sumarið 2011. Hann heldur fyrst að seinni heimsstyrjöldin sé ennþá í gangi og að hann og nasistaflokkur hans séu enn við völd, en kemst fjótt að því að svo er ekki og að hann hefur verið í burtu í 66 ár.
  Bókin er rétt tæplega 400 síður að lengd og er full af skírskotunum og tilvitnunum í mannkynssöguna, þá aðallega seinni heimsstyrjöldina og Þýskaland á millistríðsárunum. Í þessari ritgerð er farið yfir helstu sagnfræðilegu atriði sem vitnað er í í bókinni og útskýrt hvers vegna Hitler talar eða hugsar um þau. Jafnframt er skoðað í hvaða samhengi hann setur hlutina og hver er sögulegur bakgrunnur þess sem hann segir. Ritgerðin sýnir einnig hvernig þessum sögulegum staðreyndum er fléttað inn í skáldsöguna.
  Ritgerðinni er skipt upp í nokkra kafla eftir því hverskonar tilvísanir um ræðir, en í fyrsta kaflanum er landafræði Þýskalands á fjórða áratugnum tekin fyrir. Annar kafli fjallar um tilvísanir í gang stríðsins, sá næsti tekur fyrir hugmyndafræði nasistaflokksins, síðan kemur kafli um stjórnmál og síðast tenging Hitlers við aðrar persónur sem komu ekki fyrir í fyrri köflum.
  Höfundur þessarar ritgerðar hefur mikinn áhuga á mannkynssögu og sérstaklega því sem viðkemur styrjaldasögu (alls ekki einskorðað við seinni heimstyrjöldina) og flestu því sem viðkemur Þýskalandi og hinum þýskumælandi heimi. Þess vegna telur höfundur þetta vera tilvalið umfjöllunarefni.

Samþykkt: 
 • 14.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Bjarki Þórðarson.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna