Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18287
Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) hafa oft áður ógreinda truflun á sykurefnaskiptum. Sýnt hefur verið fram á verri langtímahorfur hjá þessum sjúklingum samanborið við þá sem hafa eðlileg sykurefnaskipti (ESE). Þetta getur annars vegar stafað af áhrifum sykurefnaskipta á starfsemi æðaþels og hins vegar af því að þessir sjúklingar eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka nánar tengsl sykurefnaskipta við útbreiðslu kransæðasjúkdóms hjá sjúklingum með BKH.
Efni og aðferðir: Rannsóknin er undirrannsókn framsýnnar ferilrannsóknar. Rannsakaðir voru sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild frá 1. júní 2013 til 31. janúar 2014 með BKH og höfðu ekki áður greinda sykursýki. Til greiningar á skertu sykurþoli (SSÞ) og sykursýki (SS2) var notast við fastandi blóðsykur (FPG), langtímasykur (HbA1c) og sykurþolspróf (OGTT) 3–5 dögum eftir innlögn og aftur þremur mánuðum síðar. Útbreiðsla kransæðasjúkdóms var metin með Gensiniskori sem stigar þrengingar eftir alvarleika, fjölda og staðsetningu. Tölfræðiúrvinnsla var gerð í RStudio v. 0.98.501.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 171 (karlar: 77%, meðalaldur: 63,3). Greindust 70 (41%) með SSÞ og 20 (12%) með SS2. Miðgildi Gensinistigs var 30 (16-48,8). Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni og reykingum með línulegri aðhvarfsgreiningu fékkst að meðaltal Gensiniskors var 34,8, 36,8 og 54,0 fyrir sjúklinga með ESE, SSÞ og SS2. Marktækur munur var á milli sjúklinga með ESE og sjúklinga með SS2. Kruskal-Wallis próf sýndi að það var ekki tölfræðilega marktækur munur á Gensiniskori milli hópanna þriggja (p = 0,12). Ef litið var til greiningar skv. OGTT og gerð línuleg aðhvarfsgreining fékkst að meðaltal Gensiniskoranna var 34,7 (ESE), 40,8 (SSÞ) og 60,0 (SS2). Þar var marktækur munur á milli sjúklinga með ESE og SS2. Var þetta endurtekið og þá litið til greininga skv. FPG eða HbA1c en niðurstöður þar sýndu ekki tölfræðilega marktækan mun milli hópa.
Ályktun: Þeir BKH sjúklingar sem greinast sykursjúkir með sykurþolsprófi eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm skv. Gensiniskori en þeir sem hafa eðlilegt próf eða greinast með SSÞ. Hinsvegar hafa þeir sem greinast með FPG eða HbA1c mælingu ekki útbreiddari kransæðasjúkdóm metið með sömu aðferð.
Introduction: Patients with Acute Coronary Syndrome (ACS) often have undiagnosed glucose metabolism disorders. It is known that these patients have worse long-term prognosis compared to patients with normal glucose metabolism (NGM). This can be caused by effect of glucose metabolism on vascular endothelium or because patients with abnormal glucose metabolism have more diffuse coronary artery disease (CAD) compared to patients with NGM. The aim of this study is to study the connection between glucose metabolism and diffuseness of CAD.
Methods: This is an understudy of a prospective cohort study. Patients who were admitted to the coronary care unit from June 1st 2013 to January 31st 2014 were offered to partake. Excluded were those with previously diagnosed diabetes. To diagnose impaired glucose tolerance (IGT) and type 2 diabetes mellitus (DM2) we measured fasting plasma glucose (FPG), HbA1c and carried out an oral glucose tolerance test (OGTT) 3-5 days after admission and repeated 8-12 weeks after discharge. Diffuseness of CAD was measured using Gensini‘s score which grades severity and location of lesions as well as the cumulative effect of multiple lesions.
Results: Participants were 171 (77% male, average age = 63.3). 70 (41%) were diagnosed with IGT and 20 (12%) with DM2. Median of Gensini‘s score was 30 (16 – 48.8). Linear regression (adjusted for age, gender and smoking) revealed that mean Gensini‘s score was 34.8, 36.8, and 54.0 for patients with NGM, IGT and DM2 respectively. There was a statistically significant difference between patients with NGM and DM2 (p = 0,02). A Kruskal-Wallis test showed that there was not a statistical difference between the three groups (p = 0.12). If only the OGTT was used for diagnosis the mean was 34.7, 40.8 and 60.0 for patients with NGM, IGT and DM2 respectively. As before there was a statistically significant difference between patients with NGM and DM2 (p = 0.002). This was repeated for FPG and HbA1c but results were not statistically significant.
Discussion: ACS patients who are diagnosed with diabetes with an abnormal oral glucose tolerance test have more diffuse coronary artery disease as measured with Gensini’s score compared to those who have a normal test or are diagnosed with impaired glucose tolerance. However patients diagnosed with fasting plasma glucose or HbA1c do not have a more diffuse coronary artery disease measured with Gensini’s score.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS_SOH_Tengsl sykurefnaskipta við útbreiðslu kransæðasjúkdóms.pdf | 1.26 MB | Open | Heildartexti | View/Open |