Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18289
Hreyfing er öllum mönnum nauðsynleg. Margir kjósa þá leið að stunda íþróttir sér til hreyfingar og heilsubóta. Þrátt fyrir margvíslegt ágæti íþrótta eru meiðsli óumflýjanlegur hluti þeirra og eru þau algengari í keppni en á æfingum. Sjúkraþjálfarar eru meðal þeirra fagaðila sem einna algengast er að fólk leiti til varðandi ráðgjöf, skoðun, greiningu og meðferð eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í íþróttum. Ætla má að sjúkraþjálfarinn sé tilvalinn til að vinna með íþróttafólki og hafa íþróttalið í sinni umsjá. Fáar rannsóknir hafa farið fram á starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum bæði hér á landi og erlendis. Markmið þessarar rannsóknar var að útbúa spurningalista um starf sjúkraþjálfara með íslenskum íþróttaliðum með tilliti til hlutverks þeirra og starfsumfangs, aðbúnaðar og ákvaðanatöku og áreiðanleikaprófa hann.
Sérhannaður spurningalisti var sendur rafrænt tvisvar sinnum með tíu daga millibili til 28 sjúkraþjálfara. Reiknuð voru út kappagildi og hlutfall samsvörunar milli fyrri og seinni svörunar til að meta áreiðanleika spurningalistans.
Helstu niðurstöður voru þær að heildaráreiðanleiki spurningalistans reyndist vera 75,96% sem gefur til kynna talsvert gott samræmi. Af 47 spurningum voru 9 (19,1%) með 100% samsvörun og 20 (42,6%) töldust með næstum fullkomið samræmi (81-100%).
Niðurstöðurnar gefa til kynna að spurningalistinn sé áreiðanlegur og því má ætla að með honum fáist upplýsingar sem gefa góða sýn á starf sjúkraþjálfara með íslenskum íþróttaliðum með tilliti til hlutverks þeirra og starfsumfangs, aðbúnaðar og ákvarðanatöku.
Physical activity is essential to every human being. Many people choose to participate in sports as their physical activity. Injuries are inevitable part of sports despite their multifarious merits and are more common when competing than during training. Physiotherapists are among the health practioners that people most commonly seek for consultation, examination, diagnosis and treatment for sports injuries. The physiotherapist is presumably ideal to work with athletes and sports teams.
Little research has been conducted on the physiotherapist practice with sports teams, neither in Iceland nor abroad. The aim of this study was to design a questionnaire on physiotherapists practice with Icelandic sports teams in terms of their role and scope of work, the facilities at hand and decision making of the practioner and test its reliability.
A questionnaire specifically designed for this study was sent out by e-mail twice at ten day interval. Kappa values and proportion of agreement between first and second responses were calculated to evaluate the reliability of the questionnaire.
The main results were that the overall reliability of the questionnaire was 75.96% that indicates substantial agreement. Out of 47 questions 9 of them (19.1%) were considered to match 100% and 20 of them (42.6%) matching almost perfectly (i.e. with agreement level of 81-100%).
The results indicate that the questionnaire can be considered reliable and therefore the information obtained to give a good overview of physiotherapists practice with Icelandic sports teams in terms of their role and scope of work, facilities at hand and decision making of the practioner.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sædís Magnúsdóttir.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |