is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18290

Titill: 
 • Áhrif þjálfunar á meðgöngu: Hversu mikið er of mikið? Kerfisbundin samantekt
 • Titill er á ensku The effect of exercise during pregnancy: How much is too much? Systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Regluleg hreyfing er nauðsynleg til þess að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Bylting hefur orðið á hreyfingu barnshafandi kvenna en konum er ekki lengur ráðlagt að hvílast sem mest á meðgöngu heldur eru þær hvattar til að stunda reglubundna hreyfingu. Útlitskröfur samfélagsins eru miklar og fara barnshafandi konur ekki varhluta af þeim. Hugsanlega eru því auknar líkur á að konur séu ekki eingöngu að stunda hreyfingu sér til heilsubótar á meðgöngu.
  Tilgangur þessarar kerfisbundnu samantektar er að bera saman niðurstöður rannsókna um hæfilegt magn hreyfingar barnshafandi kvenna og að kanna hvaða áhrif áköf þjálfun á meðgöngu getur haft á móður og fóstur.
  Leitað var eftir rannsóknum sem gerðar hafa verið um áhrif þjálfunar á barnshafandi konur og fóstur. Notaðar voru 17 rannsóknir á ensku sem birtar voru á tímabilinu 1994 – 2014. Þar af voru tvær slembivalsrannsóknir, 12 tilfellarannsóknir og þrjár hálftilraunir. Annars vegar var notast við rannsóknir sem skoðuðu áhrif hámarksáreynslu í eitt skipti og hins vegar áhrif hreyfingar yfir ákveðið tímabil á meðgöngu. Allar rannsóknirnar skoðuðu áhrif hreyfingar á barnshafandi konur og/eða fóstur þeirra. Breytur voru mismunandi eftir rannsóknum en þær algengustu voru fæðingarþyngd og hjartsláttarbreytingar fósturs. Aðrar breytur sem notaðar voru í rannsóknunum voru svörun móður við álagi, blóðflæði til fósturs á meðan á þjálfun stóð, meðgöngulengd og þyngd fylgju við fæðingu.
  Niðurstaða þessarar kerfisbundu samantektar er að þjálfun af mikilli ákefð á meðgöngu hefur hvorki neikvæð áhrif á móður né fóstur. Frekari rannsókna er þörf þar sem ekki hafa verið skilgreind hámarksmörk fyrir örugga þjálfun á meðgöngu.

 • Útdráttur er á ensku

  Regular exercise is essential to promote both physical and mental wellbeing. Recommendations regarding exercise during pregnancy have been revolutionized in recent decades. Pregnant women are no longer advised to rest as much as possible but encouraged to exercise regularly. Beauty and fitness standards in modern societies put great pressure on women and pregnant women are by no means exempted from that. It is therefore possible that pregnant women choose to exercise not only to promote wellbeing.
  The purpose of this systematic review is to compare the results of studies regarding suitable amount of exercise in pregnancy and to explore what effect intense exercise might have on mother and fetus.
  The search included studies on the effects of exercise on expecting mothers and their fetus. This systematic review covers 17 studies in English, published between 1994 and 2014. They include 2 randomized controlled trials, 12 case studies and 3 quasi-experiments. On the one hand, research looking at the effects of a single event of maximum intensity exercise were examined. On the other, the impact of exercise during a certain period of the pregnancy was observed. All of the studies examined the effect of exercise on pregnant women and/or their fetus. Variables differed between studies but the most commonly used were birth weight and fetal heart rate. Other variables that were used in the studies were the mother’s response to exercise, blood flow to the fetus during exercise, gestational age and placental weight at birth.
  The conclusion of this systematic review is that high intensity training during pregnancy has no negative effects on either expecting mothers or their fetus. Further research is needed since there are currently no defined safe upper limits regarding exercise intensity during pregnancy.

Samþykkt: 
 • 15.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þjálfunar á meðgöngu.pdf817.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna