is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18291

Titill: 
  • Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá: Um trúarlífssálfræði Williams James
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • William James hefur verið kallaður faðir sálfræðinnar í Ameríku og er einn þekktasti sálfræðingur sem uppi hefur verið. Verk hans hafa haft víðtæk áhrif, enda voru bækur hans The Principles of psychology (1890) og Psychology: Briefer course (1892) lengi vel notaðar við sálfræðikennslu auk þess sem þær og önnur ritverk hans eru enn klassísk heimspeki- og sálfræðirit. Á árunum 1901-1902 var James gestafyrirlesari í Edinborg og flutti þar fyrirlestraröð sem var gefin út árið 1902 undir heitinu The varieties of religious experience. James var einn þeirra fyrstu sem fjölluðu um trúarreynslu á sálfræðilegan hátt og það má segja að með þessum fyrirlestrum hafi hann brotið blað í sögu sálfræðinnar og umfjöllunar um trúarlíf.
    Skipulögð trúarbrögð og stofnanir voru ekki til umfjöllunar hjá James, heldur voru persónuleg trú og upplifanir fólks viðfangsefni hans. Hann fjallaði um trúarlíf einstaklinga út frá reynslu þeirra og notaði mikið af reynslusögum til þess að skýra viðfangsefni sitt betur. Sögurnar komu úr ýmsum áttum, sumar bárust honum með bréfaskriftum en mikið af þeim komu frá Starbuck, sem hafði safnað sögum af trúarreynslu fólks og gefið út í bókinni The psychology of religion árið 1899. James fjallaði um trúarlífið af virðingu, gætti þess að sýna bæði trúuðum og trúlausum skilning og setti sig í spor beggja. Hann lagði áherslu á að verðgildi hugmynda ákvarðaðist af þeim ávexti sem þær bæru en ekki af uppruna þeirra.
    Hér verður trúarlífssálfræði James kynnt, fjallað verður um þann jarðveg sem hún spratt upp úr, bæði sálfræðina um aldamótin 1900 og ævi og starf James. Auk þess verður gefin samantekt á efni fyrirlestranna og að lokum verður rætt um áhrif og stöðu trúarlífssálfræðinnar innan nútímasálfræði.

Samþykkt: 
  • 15.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Tinna Þuríður Sigurðardóttir.pdf515,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna