is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18292

Titill: 
  • Eftir höfðinu dansa limirnir: Áhrif þriggja þátta þjálfunar á langvarandi verki í efri og neðri útlimum
  • Titill er á ensku It's All in Your Head: The Effects of Graded Motor Imagery on Chronic Pain in Upper and Lower Extremities
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þriggja þátta þjálfun samanstendur af aðgreiningarþjálfun, hreyfiímyndun og spegilmeðferð. Þetta er nýleg meðferðaraðferð sem hefur verið þróuð gegn langvarandi verkjum, sérstaklega draugaverkjum og verkjum vegna svæðisbundins verkjaheilkennis. Sýnt hefur verið fram á að endurskipulagning verði í heilaberki þegar langvarandi verkir eru til staðar og þessi meðferð beinist að heilastarfsemi. Tilgangur ritgerðarinnar var að varpa ljósi á áhrif aðferðarinnar á einstaklinga með langvarandi verki í efri eða neðri útlimum. Einnig hvort búast megi við sömu áhrifum í efri og neðri útlimum. Tveir gagnagrunnar voru notaðir við kerfisbundna leit að greinum og rannsóknum sem lýstu áhrifum þriggja þátta þjálfunar (eða einstaka þáttum hennar) á taugastarfsemi heilabarkar og þannig á langvarandi verki. Þar sem takmarkaður fjöldi rannsókna er til var leit ekki takmörkuð við hágæðarannsóknir. Af þeim 13 rannsóknum sem notaðar voru var aðeins ein sem sýndi óæskileg áhrif meðferðarinnar. Hinar 12 sýndu fram á jákvæð áhrif meðferðarinnar og allra þátta hennar á langvarandi verki í efri útlimum. Fyrir neðri útlimi eru aðeins til niðurstöður rannsókna um spegilmeðferð en þar má einnig sjá góðan árangur. Það þarf að leggja meiri áherslu á að rannsaka áhrif þriggja þátta þjálfunar á langvarandi verki í neðri útlimum. Vegna hlutverks heilastarfseminnar í ferlinu má réttilega búast við sambærilegum áhrifum og í efri útlimum. Niðurstöður þessarar samantektar benda til að þriggja þátta þjálfun geti gagnast vel gegn langvarandi draugaverkjum og svæðisbundnu verkjaheilkenni. Mælt er með að sjúkraþjálfarar noti aðferðina í klínísku starfi samhliða annarri meðferð. Frekari rannsóknir þarf til að meta árangur aðferðarinnar við öðrum langvinnum verkjavandamálum.

  • Útdráttur er á ensku

    Graded Motor Imagery (GMI) which includes left/right discrimination, motor imagery and mirror therapy is a relatively new approach used in the treatment of chronic pain, especially phantom limb pain (PLP) and pain caused by chronic regional pain syndrome 1 (CRPS1). It has been shown that reorganization occurs in the cerebral cortex of the brain during chronic pain but that is exactly what GMI focuses on. Firstly, the objective of this thesis was to find out the effects of GMI on people with chronic pain conditions in either upper or lower extremity. Secondly, to discuss whether one can expect GMI to have the same effects on pain in upper and lower extremity. Two databases were used to search for articles and researches which explain the effects of GMI (or each component separately). Out of the 13 researches used there was only one that showed negative results. The others showed beneficial effects of GMI and it’s components on chronic pain in upper extremities. Mirror therapy is the only part of GMI that has been studied with respect to chronic pain in the lower extremity and it also shows positive results. Further research on the effects of GMI on chronic pain in lower extremities needs to be emphasized but because of cortical activity similar effects can be expected in both upper and lower extremities. The results of this systematic review indicate that GMI can be beneficial for people with chronic PLP or CRPS1. It is recommended to use GMI along with other treatment methods in the clinical setting. Further research is needed to assess the efficacy of the treatment for other chronic pain problems.

Samþykkt: 
  • 15.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS PDF ERB.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna