Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18293
Sýnt hefur verið fram á að hreyfistjórn og styrkur í mjaðmavöðvum geti átt þátt í bráðum og álagstengdum vandamálum í hnélið. Algengt er að sjúkraþjálfarar notist við æfingateygjur sem toga þvert á hreyfiplan æfingar með það fyrir augum að breyta kraftvægi um mjöðm og hafa þannig áhrif á virkni ákveðinna vöðva. Afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem kanna áhrif slíkra æfingateygja á vöðvavirkni mjaðmavöðva. Engar rannsóknir fundust sem mældu breytingar á vöðvavirkni mjaðmavöðva og báru saman, með og án teygju. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif togkrafts frá æfingateygju þvert á hreyfiplan tveggja algengra æfinga, á vöðvavirkni mjaðmavöðva. Tuttugu og fjórir einstaklingar á aldrinum 21-35 ára, sem ekki höfðu sögu um sjúkdóm eða skurðaðgerð á ganglimum, núverandi meiðsli á neðri útlimum eða líkamsþyngdarstuðul yfir 30, tóku þátt í rannsókninni. Framkvæmdar voru vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti og framstigs, með og án æfingateygju sem togaði þvert á hreyfiplan æfingarinnar. Þrír vöðvar voru mældir á ríkjandi fæti (lærfellsspennir, miðþjóvöðvi og mikli þjóvöðvi) og var söfnunartíðnin 1600 Hz. Merkið var síað og reiknað var bæði heildi fyrir heildarstærð merkis og hámarksmerki, yfir þrjár endurtekningar af æfingunni. Notast var við fjölþátta dreifnigreiningu (ANOVA) við tölfræðiúrvinnslu gagnanna. Vöðvavirkni lærfellsspennis og miðþjóvöðva við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti með teygju var marktækt minni en
þegar æfingin var gerð án teygjunnar (p<0,05), bæði hvað varðar heildar- og hámarksstærð merkisins. Ekki var marktækur munur á vöðvavirkni mikla þjóvöðva við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti. Niðurstöður benda til marktækt minni vöðvavirkni í lærfellsspenni og miðþjóvöðva þegar mjaðmarétta á öðrum fæti er framkvæmd með teygju sem togar þvert á hreyfiplan æfingarinnar, samanborið við án teygju. Því má draga í efa gagnsemi þess að notast við slíka aðferð með það fyrir augum að auka vöðvavirkni miðþjóvöðva.
Findings from the current literature suggest that motor control and strength of hip muscles can be related to acute and overuse injuries of the knee joint. The use of resistance bands to alter hip joint forces and hip muscle activity is common in rehabilitation. Very few studies have measured effects of resistance bands on hip muscle activity. The authors are not aware of any study study that measures and compares hip muscle activity, with and without the use of resistance bands. The purpose of this study was to measure the effects of an external force from a resistance band, pulling perpendicularly on the plane of two common exercises on hip muscle activity. Twenty-four individuals, aged 23-35 year old, with no history of lower limb pathology or surgery, no current lower limb injury and a body mass index (BMI) <30 were included in the study. All participants underwent surface electromyographic recordings (sEMG) while performing two common exercises, a single leg bridge and a lunge, with and without a resistance band pulling perpendicularly on the plane of the exercise. Activation of tensor fascia latae (TFL), gluteus medius (GMed) and glutues maximus (Gmax) was monitored on the dominant side, with a sampling frequency of 1600 Hz. The signal was then filtered and average and peak muscle activity was calculated, over three repetitions of the exercises. Independent t-test and a mixed model ANOVA were used for statistical data analysis. Results howed a significant difference in muscle activity of TFL and GMed between a single leg bridge being performed with and without a resistance band (p<0.05), both in terms of average and peak EMG signal. No statistical difference was found in GMax muscle activity during a single leg bridge. The efficacy of this method can be doubted, especially if the purpose is to increase muscle activity of the gluteus medius.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð BSc AHH.pdf | 807.22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |