is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18299

Titill: 
 • Kyrrsetuhegðun og heilsa fullorðinna: Tengsl við meðferðarferli sjúkraþjálfara
 • Titill er á ensku Sedentary behavior and adult health: Association with client management in physical therapy
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Á síðustu árum hefur kyrrsetuhegðun verið að vinna sér sess sem sjálfstæður heilsufarsvandi í vestrænum samfélögum, þar sem rannsóknir benda til að hún sé áhættuþáttur ýmissa langvinna sjúkdóma til viðbótar við og óháð, of lítilli líkamlegri virkni.
  Markmið: Að varpa ljósi á: (a) faraldsfræði kyrrsetuhegðunar, (b) tengsl kyrrsetuhegðunar við ævilengd, (c) tengsl kyrrsetuhegðunar við heilsu fullorðinna (18-65 ára) og (d) gildi þess að beina athygli sjúkraþjálfara að kyrrsetuhegðun.
  Aðferð: Kerfisbundin samantekt, byggð á fræðigreinum frá árinu 2000 eða seinna sem skráðar voru í gagnagrunnunum PubMED og Leitir. Greinarnar þurftu að vera á íslensku eða ensku, innihalda mælingar á kyrrsetuhegðun mannfólks og tengja kyrrsetuhegðun við heilsu eða sjúkraþjálfun.
  Niðurstöður: Alls uppfylltu 35 rannsóknir sett skilyrði, þar af sjö kerfisbundnar samantektir, 21 faraldsfræðirannsókn og sjö íhlutunarrannsóknir. Um helmingur rannsóknanna byggði á hlutlægum mælingum á kyrrsetuhegðun en hinar notuðust við sjálfsmat. Rannsóknir sýna að kyrrsetuhegðun: (a) er það atferli sem nær yfir stærstan hluta sólarhringsins hjá heilbrigðum og eykst við færniskerðingar, (b) er sterkur áhættuþáttur fyrir hærri dánartíðni, (c) tengist neikvæðum gildum á lífmerkjum efnaskipta og hefur jákvæð tengsl við dauðsföll vegna hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2, þunglyndi, líkamsþyngdarstuðul, atvinnuleysi, menntun og óhollt mataræði, og (d) hefur ekki verið rannsökuð í samhengi við sjúkraþjálfun. Tengsl kyrrsetuhegðunar við heilsu er ekki hægt að útskýra að fullu með skorti á ráðlagðri líkamlegri virkni en líkamleg virkni af léttri ákefð virðist geta dregið úr neikvæðum tengslum milli þessara tveggja þátta.
  Ályktun: Kyrrsetuhegðun tengist ýmsum sviðum heilsu þar sem sjúkraþjálfarar geta verið í lykilhlutverki við forvarnir og meðferð. Vísbendingar eru um að sjúkraþjálfarar sem vinna að heilsueflingu ættu að stuðla að því að takmarka kyrrsetuhegðun, ekki síður en auka líkamlegri virkni. Frekari rannsókna er þörf til að sýna fram á árangur þess að tengja kyrrsetuhegðun við meðferðarferli sjúkraþjálfara.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In recent years, sedentary behavior has emerged as a predictor of chronic diseases, in addition to and independent of insufficient physical activity.
  Purpose: To bring forward information on: (a) epidemiology of sedentary behavior, (b) associations between sedentary behavior and mortality, (c) association between sedentary behavior and health of adults (ages 18-65 years) and (d) the importance of directing physical therapist‘s attention towards sedentary behavior.
  Design: A systematic review, based on studys published in the years 2000 - 2013 and registered in the databases PubMED and Leitir. Studys had to be in Icelandic or English, contain measurements of sedentary behavior of humans, and relate sedentary behavior to health or physical therapy.
  Results: A total of 35 studys were included; seven systematic reviews, 21 epidemiological studys and seven intervention studys. About half of the studies was based on objective measurements but the rest was self-reported. These research reveal that sedentary behavior: (a) is the largest behavior type of the day and increases if function is impaired, (b) is að strong predictor of mortality, (c) relates with negative biomarkers of metabolic health and has positive relations with mortality caused by cardiovascular diseases, diabetes type 2, depression, body mass index, unemployment, education and unhealthy diet, and (d) has not been studied in physical therapy. The association between sedentary behavior, health and health related factors can not be fully explained by lack of recommended physical activity but physical activity of low intensity seems to decrease negative associations between them.
  Conclusions: Sedentary behavior is related to stages of health in which physical therapists are important with preventive measures and treatments. Results indicate that physical therapists promoting health, should aim for restricting sedentary behavior, no less then they increase physical activity. More research is needed to the effects of directing physical therapy intervention towards sedentary behavior.

Samþykkt: 
 • 16.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Rakel_Gudjonsdottir.pdf963.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna