en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/183

Title: 
 • Title is in Icelandic Bogið bak og stökk bein : upplifun einstaklinga af því að vera með beinþynningu
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að kanna líðan karla og kvenna 60 ára og eldri sem eru með beinþynningu og auka þar með skilning okkar á líðan þeirra. Rannsóknarspurningin var: Hvaða áhrif hefur það á konur og karla að vera með beinþynningu, m.t.t. verkja, kvíða, hræðslu við að brotna, félagslega virkni og getu til að sinna athöfnum daglegs lífs? Er einhver munur á upplifun karla annars vegar og kvenna hins vegar af beinþynningu og afleiðingum hennar?
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, sem byggir á sérstakri hugmyndafræði sem nefnist fyrirbærafræði. Völdu rannsakendur að nota Vancouver-skólann, sem er aðferð innan fyrirbærafræðinnar, við öflun og úrvinnslu gagna. Þátttakendur voru þrjár konur og einn karl á aldrinum 70 – 81 árs, með beinþynningu, bjuggu í eigin húsnæði og höfðu brotnað. Tekin voru viðtöl við þátttakendur þau hljóðrituð og síðan skráð orðrétt í tölvu. Við úrvinnslu gagna var sett fram greiningarlíkan, þar sem yfirþema var lýsandi fyrir beinþynningu : Bogið bak og stökk bein. Undir það voru greind fimm þemu: Þekking á eigin sjúkdómi er takmörkuð, mismikil óþægindi eftir brot, daglegt líf breytist, að meðhöndla verkina og að meðhöndla beinþynninguna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendurnir töldu sig hafa fengið litla eða enga fræðslu við greiningu og fannst þeim fræðslu til almennings ábótavant. Beinbrot og verkir höfðu mismikil áhrif á sjálfsbjargargetu og daglegt líf þátttakenda. Það var sameiginlegt með þátttakendum að allir voru að meðhöndla verki daglega og notuðu mismunandi leiðir til þess. Einnig kom fram að allir þátttakendur voru á lyfjameðferð við beinþynningu.
  Rannsakendur draga þá ályktun í ljósi niðurstaðna að nauðsynlegt sé að auka fræðslu við greiningu sjúkdóms til að auðvelda þessum einstaklingum að takast á við nýjar aðstæður. Einnig að auka þurfi fræðslu í þjóðfélaginu.
  Lykilhugtök: Beinþynning, verkir, félagsleg virkni og athafnir daglegs lífs.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/183


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
bogidbak.pdf465.8 kBMembersBogið bak og stökk bein - heildPDF
bogidbak_e.pdf114.94 kBOpenBogið bak og stökk bein - efnisyfirlitPDFView/Open
bogidbak_h.pdf127.18 kBOpenBogið bak og stökk bein - heimildaskráPDFView/Open
bogidbak_u.pdf86.38 kBOpenBogið bak og stökk bein - útdrátturPDFView/Open