is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18305

Titill: 
 • Iktsýki og infliximab: Tengjast virkjaðar T-frumur og T-stýrifrumur meðferðarárangri?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem áður fyrr gat valdið því að fólk varð óvinnufært langt fyrir aldur fram. Með tilkomu nýrra líftæknilyfja (m.a. infliximab) sem hamla boðefninu TNFα hefur meðferð við iktsýki tekið stakkaskiptum og lífsgæði margra iktsýkisjúklinga stórbatnað. Meðferðarsvörun við líftæknilyfjunum er misgóð og því gagnast þessi lyf aðeins hluta sjúklinga. Ástæður misgóðrar svörunar eru ekki að fullu þekktar.
  Markmið: Í rannsókninni var leitast við að finna tengsl mismunandi meðferðarárangurs við infliximab hjá iktsýkisjúklingum við mismun í T-frumu prófíl eða virkni T-stýrifrumna.
  Efniviður og aðferðir: Þátttakendur sem uppfylltu þátttökuskilyrði voru sex. Þrír einstaklingar voru í hópi sem svaraði meðferð vel og þrír sem svöruðu meðferð illa. Samanburðarsýni fengust frá blóðgjöfum Blóðbankans.
  Blóð var tekið rétt fyrir lyfjagjöf, 48 klst síðar og 7 sólarhringum síðar. Annarsvegar var gerð heilblóðslitun á öllum blóðsýnum til að meta frumugerðir og tíðni þeirra. Hins vegar voru einkirnisfrumur einangraðar með ficoll lausn og skipt í tvo hluta, annar frystur til áframhaldandi rannsókna en hinn settur í örvun T-frumna (aCD3+aCD28) í mismunandi aðstæðum; með infliximab eða intralípíðum auk viðmiðunarsýna. Frumurnar voru litaðar morguninn eftir til mats á hlutfalli T-frumu undirhópa eftir örvunina. Frystu frumurnar voru þíddar, CD4+CD25- frumur einangraðar og settar í rækt með IL-2 og TGFβ í bökkum húðuðum með bæði aCD3 og aCD28, og sérhæfing í afleiddar T-stýrifrumur (iTreg) metin. Í sitt hverri rækt var TNFα, IL-1β, infliximab og intralípíð auk viðmiðunarrækta. Á 5. degi voru frumurnar teknar, þvegnar og hluti tekinn til T-stýrifrumu litunar en afgangurinn settur í hvíld í nýjum bökkum ásamt nýju IL-2. Næst voru T-stýrifrumurnar settar í samrækt með CFSE merktum einkirnisfrumum og superantigen púlseruðum Epstein-Barr sýktum B-frumum í 2 daga. Að þeim tíma liðnum voru frumurnar litaðar og bælihæfni T-stýrifrumna metin.
  Frumugreining eftir litanir var framkvæmd á Beckman Coulter Navios flæðifrumusjá. Úrvinnsla fór fram í Kaluza Analysis, og tölfræðiúrvinnsla og gerð grafa í GraphPad Prism.
  Niðurstöður: Frumúrvinnsla gagna hefur ekki sýnt fram á marktækan mun milli hópa eða aðstæða en getur gefið vísbendingar um hvað þurfi að rannsaka nánar í frekari úrvinnslu.
  Ályktanir: Nauðsynlegt er að leita að ástæðum misgóðrar svörunar við infliximab hjá iktsýkisjúklingum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sem og frekari úrvinnsla gagna munu hjálpa við að þrengja leitina að mögulegum birtingarmyndum mismunarins og hvað þarf að rannsaka nánar.

Samþykkt: 
 • 16.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni i snidmati skemman.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna