is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18306

Titill: 
 • Leiðin til betra lífs, linun verkja hjá aflimuðum einstaklingum: Áhrif speglameðferðar og taugaraförvunar gegnum húð á verki eftir aflimun á neðri útlim
 • Titill er á ensku A way to better life, pain management in amputees: Mirror therapy and transcutaneous electrical nerve stimulation as alternative treatments for pain after lower limb amputation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Draugaverkir og verkir í stúf eru algengir fylgikvillar aflimunar og hafa mikil áhrif á líf einstaklinga. Aflimunum fylgir nær alltaf einhverskonar verkja- eða draugafyrirbrigði. Allt að 95% aflimaðra einstaklinga finna fyrir þessum verkjum. Meðferðarúrræði eru fjölbreytt og er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. Það er því krefjandi verkefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk og mikilvægt að það samnýti þekkingu sína svo einstaklingur fái bestu mögulegu meðferð. Illa meðhöndlaðir verkir geta verið mikil hindrun í daglegu lífi og því mikilvægt að bregðast við.
  Tilgangur samantektarinnar var að kanna hvaða meðferðarform sjúkraþjálfarar geta nýtt sér til að vinna á móti slíkum verkjum. Skoðuð voru tvö meðferðarform sem byggja á ólíkum aðferðum. Speglameðferð og taugaraförvun gegnum húð urðu fyrir valinu og áhrif þeirra á verki skoðuð.
  Helstu niðurstöður voru teknar saman um hvort meðferðarform fyrir sig og rýnt í íhlutanir og árangur þeirra. Reynt var að afmarka leitina við slembivalsrannsóknir en önnur rannsóknarsnið voru höfð með til samanburðar. Þrátt fyrir ólíkar íhlutanir í rannsóknum beggja meðferðarforma komu jákvæð áhrif fram. Það ætti því að gefa fleiri möguleika á útfærslu og aðlögun meðferðanna. Niðurstöður rannsóknanna voru þær að speglameðferð og taugaraförvun gegnum húð höfðu verkjaminnkandi áhrif hjá þátttakendum í rannsóknunum.
  Þó svo að ekki liggi fyrir upplýsingar um langtímaáhrif þessara meðferðarforma gefa niðurstöður sterklega til kynna að sjúkraþjálfarar geti nýtt þau sem verkjameðferð hjá einstaklingum aflimuðum á neðri útlim. Frekari rannsókna er þörf og þá sérstaklega hérlendis þar sem skortur er á íslenskum rannsóknum á þessu efni.

 • Útdráttur er á ensku

  Postamputation pain is a common problem for amputees and can greatly affect everydaylife of these individuals. Almost 95% of amputees experience pain or some kind of phantom limb related phenomena. A multidisciplinary approach in treatment of these problems is required. This remains an extremely challenging pain condition to treat for health-care professionals and it is important that they use their knowledge in order to offer the best individualised treatment available.
  The purpose of this systematic review was to evaluate which type of treatment physiotherapists can use as alternative treatments for pain after amputation. Two types of treatments based on different methods affecting postamputation pain were studied, mirror therapy and transcutaneous electrical nerve stimulation.
  The main findings of each treatment were analyzed and their methods and results compared. When only randomized controlled trial research was found, other research designs were used for comparison. Positive effects were observed despite different interventions in studies of both treatments. The results, of the studies covered, showed that both mirror therapy and transcutaneous electrical nerve stimulation reduced pain amongst the amputated participants.
  Even though little is known about the longterm effects of pain reduction from these treatments, results strongly indicate that physiotherapists can use them as pain reduction treatments. Further reasearch is needed and expecially in Iceland due to lack of local research on this subject.

Samþykkt: 
 • 16.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð.pdf459.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna